Sumardaginn fyrsta skrifuðu Eyjafjarðarsveit og Skógræktarfélag Eyjafjarðar undir styrktarsamning til tveggja ára. Samningurinn gerir Skógræktarfélaginu kleift að sinna betur umhirðu umræddra skógarreita og vinna með sveitarfélaginu að úrbótum á aðgengi og aðstöðu.
Með samningnum vill sveitarfélagið auka aðgengi almennings að þeim mikilvægu útivistarsvæðum sem finnast í sveitarfélaginu og stuðla með því að aukinni lýðheilsu. Styrkurinn á þannig vel við þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Heilsueflandi Sveitarfélag. Styrkurinn er til tveggja ára og hljóðar uppá tvær milljónir á ári.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, og Sigríður Hrefna Pálsdóttir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, undirrituðu samninginn í sumarblíðu við Hrafnagilsskóla í gær, sumardaginn fyrsta. Vottar að undirritun voru Pétur Halldórsson, varaformaður SE, og Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins.