Tillagan er um að íbúðarsvæði ÍS15 breytist eins og kemur fram á uppdrætti, sem sést með því að smella hér .
Gefinn er kostur á að koma með ábendingar við tillöguna í seinasta lagi 20. janúar 2011. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Þegar skipulagsnefnd hefur unnið úr ábendingum verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu og ákvörðunar um auglýsingu. Eftir það verður tillagan auglýst með venjulegum athugasemdafresti.