Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2011 var tekin til síðari umræðu 10. desember s.l. Fjárhagsáætlun
ársins 2011 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri.
Gert er ráð fyrir að öllum gjaldskrárhækkunum sé haldið í lágmarki. En vegna aukins kostnaðar verður þó
að hækka holræsagjald, rotþróargjald og sorpgjald. Gjaldskrá leikskóla og skólavistunar verður
óbreytt.
Áætlunin endurspeglar sterka stöðu Eyjafjarðarsveitar og er í áætluninni gert ráð fyrir meiri fjárfestingum og meira viðhaldi
fasteigna en verið hefur síðan 2007. Samþykkt var fjárfestingaáætlun kr. 86,1 millj. og áætlun um viðhald
fasteigna kr. 20,0 millj.
Ekki er gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum en afborganir lána á árinu 2011 eru áætlaðar kr. 23,4 millj.
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2011 í þús. kr.:
Tekjur
kr. 656.160
Gjöld án fjármagnsliða kr. 590.861
Fjármunatekjur og gjöld kr. 2.237
Rekstrarniðurstaða kr. 53.062
Veltufé frá rekstri kr.
73.096
Fjárfestingarhreyfingar kr. 52.100
Afborganir lána
kr. 23.440
Lækkun á handbæru fé kr. 5.443
Meðal verkefna sem fyrirhuguð eru á árinu 2011 eru:
Innrétting og flutningur á skrifstofu sveitarfélagsins á efstu hæð heimavistarhúss Hrafnagilsskóla.
Færsla á eldhúsi Hrafnagilsskóla uppá 1. hæð svo og innrétting á kennsluaðstöðu fyrir heimilisfræði sem verður
þar sem eldhús skólans er nú staðsett.
Leiktæki á lóð Hrafnagilsskóla.
Lagfæringar að aðstöðu fatlaðra í Freyvangi og Laugarborg.
Lagfæringar á matsal Hrafnagilsskóla.
Þá er fyrirhugað að selja núverandi skrifstofuhúsnæði á Syðra Laugalandi.
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- • Íþrótta- og tómstundastyrkur
- • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- • Keppnis- og æfingaferðir
- • Heimaþjónusta
- • Skóladvöl utan sveitarfélags
- • Leikskóladvöl utan sveitarfélags
- • Starfsumsókn
- • Leyfi til hunda- og kattahalds
- • Umsókn um leiguhúsnæði
- • Félagslegt leiguhúsnæði
- • Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um akstursþjónustu
- • Umsókn um styrk til menningarmála
- • Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel/dýraathvarf í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um styrk vegna varmadælu
- Annað útgefið efni
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf