Stærð frístundahúsa - breyting á aðalskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 18. janúar 2011, er hér með auglýst breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar þess efnis að lágmarksstærð frístundahúsa verði 35 m² í stað 50 m² áður.

Um óverulega breytingu á aðalskipulagi er að ræða og málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjóri