Markmið tillögunnar er að ná heildarsýn yfir efnistöku innan sveitarfélagsins, tryggja framboð efnis en jafnframt stýringu á efnistöku, með tilliti til verndar og viðhaldi lífríkis. Reynt skal að hafa vegalengdir vegna efnisflutninga sem styttstar en að efnistaka verði þó á tiltölulega fáum stöðum í einu.
Skipulagið, sem er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og fylgiskjöl með skipulaginu eru umhverfisskýrsla, skilagrein Veiðimálastofnunar um möguleg efnistökusvæði og umsagnir Veiðimálastofnunar og Sverris Thorstensen um nýja efnistökustaði. Tillagan ásamt fylgiskjölum er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og tillögurnar liggja einnig frammi á Skipulagsstofnun.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Kynningartími og frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 8. mars 2011.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar