Fréttayfirlit

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar - opnunartímar um jól og áramót:

Síðasta opnun fyrir jól er föstudaginn 21. desember. Þá er opið eins og venjulega frá kl. 10:30 – 12:30. Á milli jóla og nýárs er opið fimmtudaginn 27. desember frá kl. 16:00-19:00. Safnið opnar eftir áramót fimmtudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega.
10.12.2012

Fundur sveitarstjórnar

426. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 11. desember 2012 og hefst kl. 12:00
07.12.2012

Aðventutónleikar

Karlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Kvennakór Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 13. des. kl. 20:30. Kórarnir munu syngja nokkur lög hver og sameinast svo í einum stórum kór í lokin. Stjórnendur eru Daníel Þorsteinsson og Petra Björk Pálsdóttir. Húsið opnar kl. 19:30 og aðgangur er ókeypis.
04.12.2012

Ítrekað er að umsóknum í afreksmannasjóð UMSE þarf að skila fyrir 1. desember n.k.

Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast fyrir 1. desember og fer úthlutun fram 15. desember. Umsóknir í sjóðinn berist skirfstofu UMSE, Búgarði, Óseyri 2, 603 Akureyri eða í tölvupósti á umse@umse.is Sjá nánari útskýringar hér fyrir neðan.
28.11.2012

Aðventudagskrá í Laufási

Aðventudagur í Gamla bænum Laufási er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra Eyfirðinga og gesta þeirra en hann verður haldinn sunnudaginn 2. desember kl 13:30-16:00. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
27.11.2012

Eyðibýli á Íslandi – þrjú bindi

Út eru komin þrjú bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi. Útgáfan er afrakstur rannsókna síðustu tveggja ára. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á Suður- og Suðausturlandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin til tveggja landsvæða; Norðurlands eystra og Vesturlands.
21.11.2012

Minjasafnið á Akureyri - Viltu eignast gamla ljósmynd?

Áttu laust veggpláss? Viltu eignast fallega ljósmynd eða gefa öðruvísi gjöf? Ef svo er þá skaltu ekki láta ljósmyndasölu Minjasafnsins á Akureyri helgina 24. og 25. nóvember kl. 14-16 fram hjá þér fara! Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Minjasafnsins er heil ljósmyndasýning til sölu. Hér er um að ræða ljósmyndasýninguna MANSTU – Akureyri í myndum sem sett var upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Sýninguna prýða ljósmyndir frá ýmsum tímum eftir ólíka ljósmyndara.
21.11.2012

FUNDARBOÐ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 425

425. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 21. nóvember 2012 og hefst kl. 12:00
16.11.2012

Stígur frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar - skipulagslýsing

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi varðandi stíga frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar.
16.11.2012

Dýraspítalinn Lögmannshlíð

Dýralæknar á Dýraspítalanum í Lögmannshlíð taka að sér garnaveikibólusetningar og hundahreinsun hjá þeim sauðfjárbændum sem þess óska.
16.11.2012