Nú gefst handverksfólki og hönnuðum kostur á að sækja um sölubás á Handverkshátíð 2013. Hægt er að
sækja um sem einstaklingur eða hópur.
Umsóknarfresturinn rennur út 15. apríl n.k.
Vinsamlega fyllið út umsóknareyðublað hátíðarinnar sem er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: http://www.handverkshatid.is/page/umsoknarform
Umsókninni skal fylgja:
4 myndir í góðum gæðum af vörunum sem selja á.
Umsókn og myndir skal senda á handverk@esveit.is
Þegar umsókn hefur verið móttekin færðu senda staðfestingu á því í tölvupósti. Sýnendur Handverkshátíðar 2013 verða tilkynntir 15. maí. Öllum umsóknum verður svarað.