Sumaropnun í Gamla bænum Laufási

Gamli bærinn Laufási
Gamli bærinn Laufási

Gamli bærinn í Laufási opnar dyr sínar upp á gátt laugardaginn 1. júní kl. 9:00 og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. 
 
Sunnudaginn 2. júní er tilvalið að gera sér ferð í Laufás því kl. 14:00 til 16:00 verður handverksfólk úr Þjóðháttafélaginu Handraðnum að störfum í Gamla bænum og starfsfólk Pólarhesta koma með hesta og teyma undir ungum gestum á flötinni.
 
Ungir sem aldnir geta svo sest niður eftir góðan dag í Kaffi Laufási með þjóðlegt bakkelsi og yndislegt útsýni yfir fjörðinn.
 
Gamli bærinn í Laufási er í umsjón Minjasafnsins á Akureyri en í eigu Þjóðminjasafns.
Gamli bærinn í Laufási er opinn í sumar daglega frá kl. 9:00-17:00 til 1. september.