Lausar stöður við Hrafnagilsskóla; leik- og grunnskóladeild

Hrafnagilsskóli
Hrafnagilsskóli

Aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra fyrir Hrafnagilsskóla frá og með 1. ágúst 2013. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er ótvíræður leiðtogi og er fær í samskiptum.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• kennaramenntun
• framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun er æskileg
• reynsla af kennslu og vinnu með börnum
• leiðtogahæfileikar, metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni
• framúrskarandi hæfni í samskiptum
Upplýsingar um starfið veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri (hrund@krummi.is) s. 4648100 og 6994209. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí nk. Umsóknum eiga að fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Leikskólinn Krummakot óskar eftir því að ráða starfsmann í sumarafleysingar
Um er að ræða 100% starf frá 3. júní til og með 5. júlí 2013 og svo aftur að lokinni sumarlokun leikskólans, frá 6. ágúst til og með 23. ágúst 2013. Umsóknarfrestur er til 21. maí 2013.
Upplýsingar veitir stjórnandi leikskólans, Hugrún Sigmundsdóttir hugruns@krummi.is

Kennarar á leik- og grunnskólastigi og stuðningsfulltrúar
Auglýst er eftir grunn- og leikskólakennurum og stuðningsfulltrúa að Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti frá og með 1. ágúst 2013. Í grunnskólann vantar kennara í umsjón á miðstigi (75% stöðu) og stuðningsfulltrúa. Í leikskólann vantar leikskólakennara.
Leitað er eftir kennurum sem:
• Laga kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda
• sýna metnað fyrir hönd nemenda
• vinna í samvinnu við kennara og annað fagfólk
• sýnt hafa árangur í starfi
• eru færir og liprir í samskiptum
• búa yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Einingar-Iðju og Launanefndar sveitarfélaga.Upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri (hrund@krummi.is) s. 4648100 og 6994209. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk.