Fréttayfirlit

Straumleysi í Eyjafirði 24. til 26. ágúst 2016.

Straumlaust verður á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst vegna tengingar á háspennustreng: 1: Frá kl.13:00 til 13:30 á milli Laugalands og Fellshlíðar, sjá dökkbláa svæðið á korti. 2: Frá kl. 13:00 til 17:00 við Laugaland, Brúnulaug, Munkaþverá og Rútsstaði, sjá bláa hringi á korti. Einnig verða styttri straumleysi á fimmtudag eða föstudag, um klukkutíma hjá hverjum notenda á meðan notkun verður færð frá línu yfir á strengkerfi, auk þess sem um hálftíma straumleysi verður á þriðjudaginn 30. ágúst þegar loftlínan verður aftengd.
23.08.2016

Opnun á nýju endurhæfingar- og útivistarstíg í Kristnesskógi

Á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15, verður formlega opnaður nýr endurhæfingar- og útivistarstígur í Kristnesskógi í Eyjafirði. Stígur þessi er malbikaður og hannaður með þarfir hreyfihamlaðra í huga svo sem flestir geti notið útivistar og hreyfingar í skóginum. Stígurinn er steinsnar frá Kristnesspítala þar sem rekin er endurhæfingardeild og öldrunardeild. Með þessum stíg skapast einstök aðstaða til útivistar og endurhæfningar.
22.08.2016

Göngur og réttardagar 2016

Fyrstu fjárgöngur verða 3. og 4. september og aðrar göngur 17. og 18. september. Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 10. september og aðrar göngur 24. september. Æsustaðatungur, Eyjafjarðardalur eystri verða fyrstu göngur 8.-10. september. Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október.
22.08.2016

Fundarboð 484. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

484. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 24. ágúst 2016 og hefst kl. 15:00
16.08.2016

Rafmagnstruflanir gætu orðið aðfaranótt fimmtudagsins 11. ágúst

Rafmagnstruflanir gætu orðið í Eyjafirði og Fnjóskadal að Ljósvatnsskarði í nótt, aðfaranótt fimmtudagsins 11. ágúst vegna vinnu við háspennukerfi. Sjá meðfylgjandi mynd. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.
10.08.2016

Veiðidagar landeigenda

Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár hefur ákveðið að landeigendur og börn þeirra get veitt fyrir sínu landi tvo daga, það er 11. ágúst og 15. september. Um veiðreglur vísar veiðifélagið á vefslóðina www.eyjafjardara.is
08.08.2016

Kvöldvaka föstudagskvöldið 5. ágúst 2016

Kvöldvaka Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar verður föstudagskvöldið 5. ágúst kl. 19:30-23:00. Miðaverð 4.200 kr. fullorðnir og 2.300 kr. börn.
05.08.2016

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning Hrafnagili Eyjafjarðarsveit

Fimmtudag – laugardag frá kl. 12.00 – 19.00 og sunnudag frá kl. 12.00 – 18.00 Handverksmarkaður fimmtudag, laugardag og sunnudag í veislutjaldi. Fjölbreyttur og spennandi matarmarkaður alla dagana. Forsala aðgöngumiða á kvöldvökuna verður í veitingasölunni fimmtudag og föstudag.
04.08.2016

Forsetinn gestur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reid munu verða gestir Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar á Hrafnagili föstudaginn 5. ágúst. Hátíðin verður sett á morgun fimmtudag klukkan 12.00 en forsetahjónin verða gestir hátíðarinnar upp úr hádegi á föstudag.
03.08.2016

Frá Norðurorku: Kaldavatnsrof 25.07.2016 við Hrafnagil

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir KALT VATN við Hrafnagil (sjá kort) á mánudag 25.07.2016 Kl. 10:00 og frameftir degi. Á heimasíðu okkar www.no.is má sjá góð ráð við kaldavatnsrofi
25.07.2016