Hrafnatröð við nýjan leikskóla - lokun vegna endurnýjunar á hitaveitulögn

Fréttir
Hrafnatröð lokuð meðan á framkvæmdum stendur.
Hrafnatröð lokuð meðan á framkvæmdum stendur.

Um þessar mundir er unnið er að endurnýjun á hitaveitulögn meðfram Hrafnatröð (fyrrum Eyjafjarðarbraut Vestri) á vegkaflanum nærri viðbyggingu leikskólans. Er þetta liður í framkvæmdum við gatnagerð sem og byggingu leikskólans sjálfs. Vegkaflanum verður af þeim ástæðum lokað meðan á framkvæmdunum stendur.

Búast má við áframhaldandi ónæði á komandi vikum vegna framkvæmdanna en hjáleið er um Laugartröð meðan á lokunum stendur.