Umferð hjólandi gegnum Hrafnagilshverfi við opnun nýs vegar

Fréttir
Mynd: Þorgeir Baldursson birt á Akureyri.net
Mynd: Þorgeir Baldursson birt á Akureyri.net

Sveitarfélaginu hafa borist nokkrar fyrirspurnir um það hvernig umferð hjólandi vegfarenda er hugsuð fram fyrir Hrafnagilshverfi eða yfir brúna eftir að lokað var fyrir gegnumumferð.

Í deiliskipulagi Hrafnagilshverfis er gert ráð fyrir að stígur verði lagður í framtíðinni niður með Reyká, nærri gömlu miðbrautinni. Sveitarfélagið hefur fundað með Vegagerðinni þar sem rætt var um hvernig mætti útfæra aðkomu þess stígs að veginum í þeim tilgangi að umferð gangandi og hjólandi geti komist þá leið yfir brúna. Tímasetningar þessara framkvæmda liggja ekki fyrir en vænta má að einhver bið verði í það ennþá vegna þeirra miklu uppbygginga sem eru í gangi á svæðinu.

Miðbrautin sem lá að brúni yfir Eyjafjarðará hefur verið lögð af en til að tryggja umferðaröruggi var ekki heimild fyrir því að tengja þann veg beint út á gatnamótin og nýta sem hjólastíg. Þá var að auki mikilvægt að jörðin undir veginum færi aftur í uppgræðslu og landbúnaðarnot í stað þess lands sem fór undir vegstæði nýja vegarins.

Að svo stöddu er því gert ráð fyrir að einstaklingar sem ætla sér að hjóla fram hjá hverfinu og yfir brúna eða fram að malbiksenda þurfi að sækja út á nýja Eyjafjarðarbraut við Bakkatröð, nýjasta hluta Hrafnagilshverfis.

Deiliskipulag hverfisins má nálgast hér:

https://www.esveit.is/static/files/Deiliskipulag/2022/221025_hrafnagil_dsk_01.pdf