Félagsmiðstöðin Hyldýpi skólaárið 2024-2025

Fréttir

Sunna Björg Valsdóttir hefur verið ráðin umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis fyrir skólaárið 2024-2025. Sunna er með diplómu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og hefur reynslu af störfum með börnum og unglingum.
Sunnu til aðstoðar verður Marta Þórudóttir sem starfaði í Hyldýpinu á síðasta skólaári.
Starfsemi Hyldýpis hefst í næstu viku en miðvikudaginn 4. september kl. 20 verður haldinn sérstakur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn barna á unglingastigi, í matsal Hrafnagilsskóla. Þar verður starfsemi Hyldýpis kynnt og farið yfir ábyrgð, skyldur og ýmis tilmæli sem hvílir á starfseminni. Sérstakur gestur á fundinum verður Friðmey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samfés.