Búast má við óþægindum á umferð í Hrafnagilshverfi vegna framkvæmda á næstu vikum

Fréttir
Hrafnagilshverfi hjáleið
Hrafnagilshverfi hjáleið

Íbúar og vegfarendur í Hrafnagilshverfi eiga von á óþægindum vegna framkvæmda við gatnagerð í tengslum við nýtt deiliskipulag hverfisins á næstu vikum en óhjákvæmilega þarf að loka tímabundið syðri gatnamótum Laugartraðar til móts við Skólatröð þegar framkvæmdir hefjast. 

Fyrirliggjandi er að til að koma niður lögnum fyrir ný íbúðarhúsnæði þarf að rjúfa gatnamót og götur í hverfinu og þarf að beina umferð um hjáleið innan hverfis meðan á því stendur. Ekki var hægt að fara í framkvæmdirnar fyrr en búið var að hleypa umferð á nýja Eyjafjarðarbraut vestri vegna þess mikla umferðarþunga sem var í hverfinu áður en það var gert og hefur það meðal annars haft áhrif á framkvæmdahraða nýs hverfis.

Á myndinni má sjá gatnamótin sem rask verður á og hjáleiðina á meðan á framkvæmdum stendur.