Fréttayfirlit

Hrafnagilshverfi IV, breyting á deiliskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. júní 2013, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis IV, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.07.2013
Deiliskipulagsauglýsingar

Gönguferð um miðaldakaupstaðinn Gásir

Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu miðaldakaupstaðarins á Gásum í Eyjafirði? Komdu þá í gönguferð um minjasvæði þessa forna kaupstaðar fimmtudagskvöldið 18. júlí kl 20.
17.07.2013

Íslenski safnadagurinn sunnudaginn 7. júlí 2013

Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.
02.07.2013

Leggjum rækt við frið

Friðarhlaup er nú hlaupið um allt land og fór hlaupið um Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 30. júní.
01.07.2013

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Skipulagstillagan, sem auglýst er með vísan til 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, mun liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 28. júní 2013 til og með 23. ágúst 2013.
25.06.2013
Svæðisskipulagsauglýsingar

Jónsmessuvaka í Laufási

Í tilefni Jónsmessu verður heilmikið um að vera í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði sunnudaginn 23. júní kl 20:00 – 22:00. Þó gestir í Laufási velti sér ekki allsberir uppúr magnaðri næturdögginni þá er betra en ekkert að ganga í henni berfættur þegar líða fer á kvöldið. Dagskráin hefst í kirkjunni í Laufási kl 20:00 þar sem Bjarni Guðleifsson, rithöfundur, náttúrufræðingur og prófessor verður með erindi um þjóðareinkenni Íslendinga.
21.06.2013

Fundarboð 434. fundar sveitarstjórnar 20. júní 2013

434. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 20. júní 2013 og hefst kl. 17:00
20.06.2013

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Því miður taka lagfæringar við sundlaugina fáeina daga í viðbót. Áætlað er að taka sundlaugina í notkun 23. júní. Sumaropnun gildir frá 18. júní: Opið virka daga frá kl. 6.30-22.00 Helgar frá kl. 10.00-20.00
17.06.2013

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Stefnt er að því að opna sundlaugina aftur 17. júní. Þann dag verður Íþróttamiðstöðin opin frá kl. 10.00-20.00. Fylgist með á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Hlökkum til að sjá ykkur. Sumarkveðjur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
12.06.2013

Fyrri úthlutun ársins 2013 úr Landsmótssjóði UMSE 2009

Úthlutað hefur verið úr Landsmótssjóði UMSE 2009. Um var að ræða fyrri úthlutun ársins 2013. Alls bárust að þessu sinni 9 umsóknir í sjóðinn og hlutu 6 aðilar úthlutun. Eftirfarandi fengu úthlutað að þessu sinni:
12.06.2013