Fréttayfirlit

Heimboð í sveitina á Sumardaginn fyrsta

Fimmtán aðilar bjóða sveitungum og öðrum gestum "heim" á sumardaginn fyrsta til að sjá fjölbreytileikann sem Eyjafjarðarsveit býr yfir. Eftirfarandi auglýsingu má sjá hér
22.04.2013

Fundarboð 432. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

432. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 24. apríl og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá fundarins má sjá hér.
22.04.2013

Tilboð opnuð í byggingarrétt

Mánudaginn 22. apríl voru opnuð tilboð í byggingarrétt á lóðum í Bakkatröð skv. auglýstu útboði.
22.04.2013

Heimboð í sveitina

Á sumardaginn fyrsta verður mikið um að vera í sveitinni. Þá munu ferðaþjónustuaðilar, listamenn, bændur og búalið bjóða gestum og gangandi í heimsókn.
19.04.2013

Kjörfundur vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. apríl 2013; Emilía Baldursdóttir, Ólafur Vagnsson, Níels Helgason
17.04.2013

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður:

100% stöðu leikskólakennara eða einstaklings með aðra kennara- og/eða uppeldismenntun frá 1. maí n.k. 100% stöðu matráðs frá 1. júní n.k. 100% stöðu leikskólakennara eða einstaklings með aðra kennara- og/eða uppeldismenntun vegna sumarafleysinga frá 1. júní n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is
17.04.2013

Kerling - einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar

Niðurstaða könnunar, um einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar, er Kerling sem hlaut 37 atkvæði af 45 sem bárust skrifstofunni. Önnur fjöll sem nefnd voru til sögunnar voru Staðarbyggðarfjall sem fékk 3 atkvæði, Súlur með 2 atkvæði og 1 atkvæði hvert fengu Sigtúnafjall, Torfufell og Gnúpufell. Mörg skemmtileg svör fylgdu atkvæðum og má sjá nokkur þeirra hér fyrir neðan.
16.04.2013

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013

Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er frá kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 10. apríl 2013
10.04.2013

Handverkshátíð 2013 - Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl n.k.

Handverksfólki og hönnuðum gefst kostur á að sækja um sölubás á Handverskhátið 2013. Nú þegar hefur fjöldi umsókna borist. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl n.k. Vinsamlega fyllið út umsóknareyðublað hátíðarinnar sem er að finna á heimasíðu hennar og/eða hér neðar í auglýsingunni.
09.04.2013

Hvert er einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar?

Á fundi sveitarstjórnar 27. mars s.l. var samþykkt tillaga skipulagsnefndar um að gera skoðanakönnun til að kanna hug íbúa Eyjafjarðarsveitar um hvert sé einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar. Spurningin vaknaði því Bókaútgáfan Tindur vinnur um þessar mundir að bók sem heitir Íslensk bæjarfjöll. Það er því ósk okkar að hvert heimili komi sér saman og sendi sína tilnefningu um einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar.
08.04.2013