Verkfræðistofa Norðurlands ehf hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Þverárnámu í Eyjafjarðarsveit.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 6. mars til 17. apríl 2013 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu og bókasafni Eyjafjarðarsveitar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu verkfræðistofu Norðurlands.
Nú gefst handverksfólki og hönnuðum kostur á að sækja um sölubás á Handverkshátíð 2013.
Hægt er að sækja um sem einstaklingur eða hópur.
Umsóknarfresturinn rennur út 15. apríl n.k.
Vinsamlega fyllið út umsóknareyðublað hátíðarinnar sem er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.
Í Hrafnagilsskóla er nú auglýst eftir grunnskólakennurum tímabundið í afleysingastöður. Annars vegar umsjónarkennarastöðu á yngsta stigi fram til áramóta og hins vegar stöðu kennara á unglingastigi í apríl og maí. Ráðið er frá 15. mars 2013.
Mörg börn lögðu leið sína á skrifstofuna í dag m.a. til að syngja í von um að fá góðgæti að launum.
Voru búningar þeirra eins skrautlegir og þau voru mörg.
Nokkrar myndir voru teknar af þessum duglegu krökkum ásamt nokkrum fullorðnum sem slæddust með.
Síminn hefur ákveðið að setja upp Ljósnet á 53 þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni á árinu.
Meðfylgjandi bréf barst Jónasi Vigfússyni í byrjun febrúar frá Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans.
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Um er að ræða fullt starf yfir sumartímann, en hlutastarf á öðrum tímum.
Umsóknarfrestur um starf þetta er til og með 28. febrúar. Umsóknir skulu vera skriflegar og þeim fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Umsóknir sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar Skólatröð 9, 601 Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í síma 463 0600.
429. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
sem halda átti 6. febrúar í fundarstofu 1, Skólatröð 9, kl. 12:00 er frestað til miðvikudagsins 13. febrúar n.k. vegna forfalla.