Árshátíð starfsfólks Eyjafjarðarsveitar verður haldin föstudaginn 13. september í Funaborg.
Húsið opnar kl. 19:30, borðhald hefst kl. 20:00. Skráning í leik-, grunn- og/eða tónlistarskóla, eða á sundlaug@esveit.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Nefndin
Sunnudaginn 18. ágúst verða „Töðugjöld“ í Laufási og hefst dagskráin í Laufáskirkju kl. 13.30 þar sem hlýða má á ýmsan fróðleik um hversu mikilvægur heyskapurinn var fyrir menn og skepnur. Söngglaðir sveitungar taka lagið undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur ásamt húskarlinum og einsöngvaranum Þorkeli Pálssyni frá Höfða í Grenivíkurhreppi. Í Gamla bænum verður handverksfólk að störfum og ljósmyndasýning um „þarfasta þjóninn“, sem var eins og viðurnefnið bendir til ómissandi starfskraftur við bústörfin.
Undirbúningur Handverkshátíðar 2013 stendur sem hæst. Sölutjöld og veitingatjald rísa núna á svæðinu og sýnendur eru að koma sér fyrir.
90 sölubásar af öllu landinu með íslensku handverki og hönnun eru á sýningunni í ár.
Norskar „kýr“ eru nú komnar á svæðið og munu skarta rammíslensku prjónlesi alla sýningarhelgina.
Veðrið er dásamlegt í Eyjarfirðinum og bjóðum við landsmenn velkomna á Handverkshátíð sem hefst á morgun kl: 12 og stendur fram til mánudags.
Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Þar eru ýmsar reglur um búfjárhaldið en helstu nýmæli eru þau að vörsluskylda er á öllu búfé neðan fjallsgirðinga allt árið og er búfjárhaldið neðan fjallsgirðinga að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns búfjárins.