LEIKSKÓLASTARFSFÓLK - FRAMTÍÐARSTÖRF

Fréttir

Leikskólinn krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf
Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinanda.
Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 36 klukkustundir á viku.
Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar.
Á Krummakoti eru 77 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu.
Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.
Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og
mótun starfsins í nýju húsnæði.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
· Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
· Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
. Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
· Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
· Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.