Fréttayfirlit

LEIKSKÓLASTARFSFÓLK - FRAMTÍÐARSTÖRF

Leikskólinn krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinanda. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 36 klukkustundir á viku. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 77 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: · Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. · Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. . Framúrskarandi samskiptahæfileikar. · Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. · Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
09.05.2023
Fréttir

Fundarboð 610. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Ath. dagskrá fundar uppfærð 9.05.23 FUNDARBOÐ 610. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 11. maí 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá Almenn erindi 1. Ytri-Varðgjá - kynning landeigenda á fyrirhuguðum byggingaráformum hótel Gjár - 2304004 Skipulagshönnuður og eigendur af fyrirhuguðu hóteli, Hótel Gjá, mæta til fundar og kynna fyrirætlanir sínar fyrir sveitarstjórn og fulltrúum skipulagsnefndar. Fundargerðir til staðfestingar 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 390 - 2305001F 2.1 2304031 - Kotra 11 - umsókn um stækkun byggingarreits 2.2 2304035 - Hjallatröð 3 - frávik frá budninni byggingarlínu 2.3 2305004 - Espiholt - umsókn um stækkun lóðar 2.4 2305005 - Skólatröð 8 - beiðni um að breyta lóð úr einbýlishúsalóð í parhúsalóð 2.5 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel 2.6 2305008 - Kotra 12 - umsókn um byggingu gestahúss Fundargerðir til kynningar 3. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 925 - 2305007 4. Flokkun Eyjafjörður ehf. - Stjórnarfundur 9. mars 2023 - 2305009 Almenn erindi 5. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013 6. Lóðarúthlutun tilkynning og samkomulag - 2305011 08.05.2023 Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
08.05.2023
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Grunnskólakennari/sérkennari í sérdeild Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Um er að ræða stöðu sérkennara í sérdeild unglingsstúlkna og kynsegin einstaklinga sem dvelja á meðferðarheimilinu Bjargeyju sem staðsett er á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Leitað er eftir kennara sem hefur reynslu af kennslu á unglingastigi. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg. Grunnskólakennari á unglingastig, afleysingastaða til eins árs Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Starfið felur aðallega í sér stærðfræðikennslu og umsjón með bekk á unglingastigi. Grunnskólakennari - íþróttakennari í hlutastarf Óskum eftir að ráða íþróttakennara í 50% starfshlutfall frá 1. ágúst 2023. Í starfinu felst íþróttakennsla ásamt öðrum íþróttakennara. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með því að bæta við kennslu innan skólans í öðrum fögum. Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda. Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk. Sýnir árangur í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Gott orðspor og krafa um að framkoma og athafnir á vinnustað samrýmist starfinu. Laun kennara eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Nánari upplýsingar um kennarastöðuna í Bjargeyju veitir forstöðumaður Bjargeyjar, Ólína Freysteinsdóttir í gegnum netfangið, olina.freysteinsdottir@bofs.is. Upplýsingar um aðrar stöður veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um lausar stöður með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð á netföngin; hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2023. Forstöðumaður frístundar Óskum eftir að ráða forstöðumann frístundar í hlutastarf frá 1. ágúst 2023. Vinnutími er milli klukkan 14:00 og 16:00 alla virka daga og einhverja daga frá klukkan 12:00. Forstöðumaður frístundar starfar undir stjórn skólastjóra. Hann ber faglega ábyrgð á starfsemi frístundar, er verkstjóri og næsti yfirmaður starfsmanna í frístund. Hann hefur umsjón með skráningu barna og stendur skil á innheimtulistum þar að lútandi. Uppeldismenntun er æskileg. Leitað er eftir starfsmanni sem: Hefur reynslu af starfi með börnum. Sýnir metnað í starfi. Er fær og lipur í samskiptum. Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Getur leyst mál í samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Hefur gott orðspor og gerð er krafa á að framkoma og athafnir á vinnustað sem samrýmist starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2023. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209. Sótt er um stöðuna með því að senda umsókn, ferilskrá og greinagerð með netpósti á netföngin hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
08.05.2023
Fréttir

Kroppur íbúðarsvæði - Ölduhverfi, Eyjafjarðarsveit auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Kropps í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 í landi Kropps eru auknar úr 80-100 íbúðum í 213 íbúðir.
04.05.2023
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Skrifstofur Eyjafjarðarsveitar og skipulags- og byggingarfulltrúa verða lokaðar frá kl. 11:30 föstudaginn 28. apríl

Opið verður frá og með þriðjudeginum 2. maí á auglýstum opnunartíma kl. 10:00-14:00.
25.04.2023
Fréttir

Fundarboð 609. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

609. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. apríl 2023 og hefst kl. 08:00
25.04.2023
Fréttir

Vinnuskólinn 2023

Skráning í vinnuskólann sumarið 2023 fer fram á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli
24.04.2023
Fréttir

Viðburðahald - Samantekt eftir opinn fund 12. apríl 2023

Tekin hefur verið ákvörðun um að Handverkshátíðin verður ekki haldin með sama sniði í ár. Haldinn hefur verið fundur með öllum félögum sem áttu fjárhagslegan ávinning af hátíðinni og ljóst að viðburðurinn var orðinn of stór og tímafrekur fyrir þann takmarkaða hóp sjálfboðaliða sem sinntu lykilhlutverkum. Á fundinum kom þó fram mikill vilji til að halda áfram með einhverskonar viðburð í sveitarfélaginu og nokkrar hugmyndir ræddar en ákveðið að boða til íbúafundar til að fá virkt samtal við íbúa um áframhaldið.
24.04.2023
Fréttir

Kæru sveitungar

Nú eru nemendur í 9. bekk í Hrafnagilsskóla að fara af stað í fjáröflun. Fyrirkomulagið verður því þannig að áhugasamir viðskiptavinir senda tölvupóst á nanna@krummi.is ef þeir vilja kaupa pappír. Verðin eru: Klósettpappír, 500 blaða, 30 rúllur kr. 6.500 (þessi gamli góði) Lúxus klósettpappír, 200 blaða kr. 4.500 Eldhúspappír, hálfskipt blöð, 15 rúllur kr. 4.500 Pantanir þurfa að hafa borist fyrir þriðjudaginn 25. apríl og pappírinn verður keyrður til kaupenda um leið og Papco getur afgreitt hann til nemenda. Bestu kveðjur og óskir um góðar viðtökur, nemendur í 9. bekk.
21.04.2023
Fréttir

Hjólað í vinnuna 2023

SKRÁNING HEFST 19. APRÍL Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 3. - 23. maí nk. Opnað verður fyrir skráningar 19. apríl. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 23. maí. Fyrirtæki og stofnanir um allt land geta nú farið að huga að því að skrá vinnustaðinn til leiks og hvetja þannig allt starfsfólk til að vera með. Það er alltaf mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að huga að starfsandanum og er verkefnið Hjólað í vinnuna góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman. Þó svo að margir vinnustaðir gefi starfsfólki færi á að vinna heima útilokar það ekki þátttöku. Útfærslan er einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með öðrum virkum hætti þá vegalengd sem samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla til og frá vinnu. Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu og vekja í leiðinni athygli á virkum ferðamáta, en hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þessar þrjár vikur og taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er. Hjólreiðar eru frábær útivist, hreyfing og líkamsrækt. Munum bara að á mörgum stöðum þurfum við að deila göngustígum með bæði gangandi og hlaupandi fólki. Munum eftir tillitsseminni, hjálminum og bjöllunni. Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn alla til að hreyfa sig daglega, minnst 30 mínútur á dag.
21.04.2023
Fréttir