Hverjir geta fengið jöfnunarstyrk?
Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni geta átt rétt á jöfnunarstyrk.
- Nemandi telst stunda reglubundið nám sé hann skráður í og gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN-einingum á önn.
- Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið bæði jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.
- Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.
- Háskólanemar eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.
Allar upplýsingar um jöfnunarstyrk er að finna hér á þessari síðu: menntasjodur.is
Umsóknarfrestir
Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn.
Ef umsókn um námsstyrk berst eftir auglýstan umsóknarfrest skerðist styrkurinn um 15% frá 1. nóvember á haustönn og frá 1. mars á vorönn.
Ekki er hægt að sækja um styrk eftir að fjórir mánuðir eru liðnir frá umsóknarfresti á viðkomandi önn.
Það opnar fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk þann 1. september, bæði fyrir haust- og vorönn.