Fréttayfirlit

Þrífösun rafmagns.

Iðnaðarráðherra hefur skipað vinnuhóp sem skal endurmeta þörf fyrir þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni. Hópurinn hefur leitað til sveitarstjórna um að þær afli upplýsinga um þörfina hver á sínum stað. Þeir sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri hvað þetta varðar eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar sem fyrst og í síðasta lagi 15. jan. n. k.  Sjá erindi Iðnaðarráðuneytis
10.01.2008

Merk tímamót í sögu Gásaverkefnisins

verslun_120
Sjálfseignastofnunin Gásakaupstaður ses var stofnuð fimmtudaginn 6.desember á Minjasafninu á Akureyri. Að stofnuninni standa Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Gásafélagið, jarnsmidur_120 Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Minjasafnið á Akureyri, Svalbarðsstrandarhreppur og Laufáshópurinn (Gásahópurinn).
13.12.2007

Þjóðlendukröfur

Í bréfi sem sveitarstjórn hefur borist frá Óbyggðanefnd dags. 26. nóv. s. l. er frá því greint að fjármálaráðherra f. h. íslenska ríkisins hafi frest til 31. des. n. k. til að lýsa kröfum í þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (svæði 7 sbr. skilgreiningu nefndarinnar). Bréf Óbyggðarnefndar
07.12.2007

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005 -2025

Umhverfisráðherra staðfesti Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar þann 22. nóvember 2007. Skipulagið er nú komið á netið og hægt er að nálgast það með því að fara á stikluna hér til vinstri á síðunni "Aðalskipulag Eyjafjarðasveitar".

07.12.2007

AUGLÝSING - deiliskipulag


Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi austan Eyjafjarðarbrautar vestri. Svæðið afmarkast af lóð Hrafnagilsskóla að sunnan og landamerkjunum að Grísará að norðan. Að vestan markast það af Eyjafjarðarbraut vestri og Eyjafjarðará að austan. Skipulag, sjá hér
06.12.2007

Kvöldvaka í Freyvangi


Notaleg kvöldstund í fimmtugum Freyvangi í boði Menningarmálanefndar og Gallerí Víðáttu601, hefst kl.20:30.

29.11.2007

Valgerður Andrésdóttir leikur á píanó

Tónleikar 25. nóvember 2007 kl. 15.00vala_mynd_120
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjandi: Valgerður Andrésdóttir
Efnisskrá: Franz Mixa - Sónata, Toru Takemutsu - Litany, Sodia Gubaidulina - Chaconne, W. A. Mozart - Sónata KV 576, Franz Liszt - Dante Sónata

Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar
23.11.2007

JÓNAS HALLGRÍMSSON Í 200 ÁR

Tónleikar 16. Nóvember í Laugarborg, kl. 20:30
Miðaverð kr. 2.000,-

Flytjendur: Fífilbrekkuhópurinn sem skipaður er Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðla ; Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanó ; Sigurði I. Snorrasyni, klarínett og Hávarði Tryggvasyni, kontrabassi.
Einsöngvarar Hulda Björk Garðarsdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson.
Leiklestur Jón Laxdal
13.11.2007

Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir Laugarborg

Fréttatilkynning frá Tónlistarhúsinu Laugarborg

SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR & SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR
Tónleikar 4. nóvember 2007 kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla & Selma Guðmundsdóttir, píanó
Efnisskrá: F. Schubert Sónata í d-moll op. 137 " Dvorak/Kreisler Slavneskir dansar "Saint-Saens Introduction og Rondo capriccioso op. 28" Grieg Sónata í c-moll op. 45
Tónleikarnir eru liður í vetrardagsrká Laugarborga
01.11.2007

Vegamál

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur eins og undanfarin ár kynnt kröfur sínar um útbætur í vegamálum o. fl. fyrir fjárlaganefnd Alþingis og þingmönnum Norðausturkjördæmis.
26.10.2007