AUGLÝSING - deiliskipulag


Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Reykárhverfi austan Eyjafjarðarbrautar vestri. Svæðið afmarkast af lóð Hrafnagilsskóla að sunnan og landamerkjunum að Grísará að norðan. Að vestan markast það af Eyjafjarðarbraut vestri og Eyjafjarðará að austan. Skipulag, sjá hér

Íbúðarsvæðið er um 5.2 ha að flatarmáli með götum og opnum svæðum. Á svæðinu verður heimilt að byggja 37 einbýlishús. Gert er ráð fyrir að svæðið byggist í þremur áföngum. Í fyrsta áfanga er unnt að byggja alls 15 hús og verður sá áfangi byggingarhæfur vorið 2008.

Skipulagstillagan er auglýst með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. og verður til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi frá og með mánudeginum 10. des. 2007 til og með mánudagsins 9. jan. 2008. Frestur til að gera athugasemd við tillöguna er til kl. 16.00 mánudaginn 23. jan. 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þeim ber að skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra-Laugalandi. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst vera henni samþykkur.

Eyjafjarðarsveit, 6. des. 2007.

Bjarni Kristjánsson
sveitarstjóri