Fréttayfirlit

Smámunasafn Sverris Hermannsson

dsc00200_120 Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Sólgarði er opið um páskana. Sjá nánar á http://www.smamunasafnid.is
17.03.2008

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar

Styrkumsóknir til Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar

Styrkumsóknir til Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar þurfa að berast menningarmálanefnd fyrir 25. mars   nk.   Úthlutun fer fram tvisvar á ári, 1. apríl og  1. nóvember.  Umsóknir sem áður hafa borist til menningarmálanefndar verða  teknar fyrir,  ekki er þörf að endurnýja þær sérstaklega.
Á 343. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar voru samþykktar reglur um Menningarsjóð Eyjafjarðarsveitar.   Reglurnar má sjá hér .
14.03.2008

Pálmasunnudagur í Laugarborg

GUÐRÚN ÓSKARSDÓTTIR & KOLBEINN BJARNASON
gudrun_og_kolbeinn_120
Tónleikar 16. mars 2008 kl. 15.00 í Laugarborg

Miðaverð kr. 2.000,-

Flytjendur:
Guðrún Óskarsdóttir / sembal & Kolbeinn Bjarnason / þverflauta

Efnisskrá:
J. S. Bach / Sónata í C-dúr BWV1033 fyrir flautu og sembal
Hugi Guðmundsson / Ascendi (2007) fyrir altflautu og semball FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI
Henry Purcel / Svíta nr. 7 í d-moll fyrir sembal
Þorkell Sigurbjörnsson / Kalaïs
J. S. Bach / Sónata í e-moll BWV1034 fyrir flautu og sembal
Diana Rotaru / Play! (2007) fyrir flautu og sembal FRUMFLUTNINGUR Á ÍSLANDI

Tónleikarnir eru liður í vetrardagskrá Laugarborgar.
13.03.2008

Páskabingó Umf.Samherja

samherjar_minna_400
Hið árlega páskabingó Umf. Samherja verður haldið þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30 í Laugarborg.  Bingóspjald kostar 500.- og allur ágóði rennur til ungmennafélagsins.  Ekki verður tekið við greiðslukortum.  Að vanda eru glæsilegir vinningar í boði og að sjálfsögðu verður kaffisala í hléi. Takið endilega þennan dag frá og mætið á þetta skemmtilega páskabingó.
11.03.2008

Hagyrðingakvöld og söngur

Hagyrðingakvöld og söngskemmtun verður haldið í Laugarborg miðvikudaginn 19.mars kl. 21.00 ( Húsið opnar kl. 20.30. )
Fram koma hagyrðingarnir Árni Jónsson, Björn Ingólfsson, Einar Kolbeinsson, Pétur Pétursson og Reynir Hjartarson, stjórnandi Birgir Sveinbjörnsson.
Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Petru Pálsdóttur syngur nokkur lög.
Jónas Þór Jónasson stórtenór mætir og skemmtir okkur með sínum fagra söng.
Einnig mun Þór Sigurðsson kveða rímur við undirleik George Hollanders.
Forsala aðgöngumiða hefst mánudaginn 10. mars hjá Vélaver hf. Gleráreyrum 2 og kostar miðinn kr. 2.000 ( Vinsamlegast ath. tökum ekki kort. )

Frekari upplýsingar í síma 897-7823 Ágúst eða 893-0319 Valgeir Anton.
Karlakór Eyjafjarðar.

Þegar grín er haft um hönd
hristum af oss bölið.
Okkur halda engin bönd
Hafðu með þér ölið.
11.03.2008

Af ungmennafélaginu okkar

Ársþing UMSE var haldið 8.mars í Valsársskóla á Svalbarðseyri.

Umf Samherjar, Eyjafjarðarsveit fékk félagsmálabikarinn fyrir öflugasta félagsstarfið og er það frábær viðurkenning fyrir Umf Samherja.

Ari H. Jósavinsson þjálfari fékk bikar sem ,,Vinnuþjarkur" UMSE árið 2007. Hann er vel að titlinum kominn. Það má fylgjast með umræðum á bloggi sem Ari heldur úti : http://jonasari.blogcentral.is

umse_400

11.03.2008

Nýbygging á Halldórsstöðum

rosa_gutti_img_1146_120 Fjöldi fólks vítt og breitt af Norðurlandi lagði leið sína fram í Halldórsstaði í Eyjafarðarsveit nú nýverið þegar ábúendur þar kindur_img_1133_120þau Rósa Hreinsdóttir og Guðbjörn Elfarsson tóku í notkun nýtt og glæsilegt 300 kinda fjárhús.

07.03.2008

Dalbjörg

Hjálparsveitin Dalbjörg heldur úti mjög skemmtilegri heimasíðu þar sem finna má upplýsingar um fjallaferðir, námskeið og unglingastarf svo nokkuð sé nefnt.  Sjá nánar á www.dalbjorg.is

dalbjorg3_400 

07.03.2008

Frá Hjálparsveitinni Dalbjörgu.

Hálendisferð sleðaflokks.
Um síðustu helgi fór sleðaflokkur sveitarinnar í ferð upp á Hálendið. Farið var á fjórum sleðum, Dalbjargarsleðunum tveimur, Smári Sig á sínum sleða og síðan lánaði Tryggvi Aðalbjörns Pétri nýjann Artic Cat M8. Lagt var af stað á föstudagskvöldið og farið upp Vatnahjallann, suður í Laugafell og þar gist.

Lesa fréttina
05.03.2008

Vígsla reiðskemmu á Melgerðismelum

reidskemma2_120 Laugardaginn 23. febrúar 2008 var reiðskemma vígð á Melgerðismelum. Fjöldi manns var við vígsluna.

reidskemma_vetur_120

26.02.2008