Fréttayfirlit

Loðinlumpa Grýlu

Nú hefur borist til eyrna að loðinlumpa sú er hárstrý Grýlu kallaðist mun hafa fundist fyrir einhverju síðan í grennd við Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit.

30.07.2007

Nú stendur yfir mót á Melgerðismelum

Á sunnudeginum 22.júlí verður létt útsláttarkeppni (pollar, börn, unglingar, ungmenni) en gert er ráð fyrir að mótinu ljúki kl. 14:00 á sunnudag.

Ekkert þáttökugjald er tekið og frí tjaldstæði og hagar.
Veitingar seldar á staðnum.
21.07.2007

Meistaramót 12-14 ára fór fram í Borgarnesi

Þann 14.-15.júlí síðastliðinn fór mótið fram í Borgarnesi og árangurinn var frábær hjá þátttakendum.
21.07.2007

Æskulýðsmót Funa og Léttis

Dagana 20. – 22. júlí n.k. verður haldið fjölskyldumót hestafólks á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit.
Mótið er fyrir alla fjölskylduna og er öllum opið.
13.07.2007

Sumardagur á Sveitamarkaði - fyrsti dagur 15.júlí

Sumardagur á Sveitamarkaði er yfirskrift á röð markaðsdaga sem haldnir eru í Eyjafjarðarsveit í júlí og ágúst ár hvert.
Sveitamarkaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag. Hann er frábær vettvangur fyrir fólk að hópast saman og koma varningi sínum á framfæri.
img_6891_400
13.07.2007

Gilsá í kringum 1970

Myndir frá Gilsá í kringum 1970 má finna nú í myndasafni Eyjafjarðarsveitar.  Ef einhverjir eiga gamlar myndir á tölvutæku formi endilega komið þeim til okkar.  Sjá myndir
09.07.2007

Handstúkurpjón og miðaldafatnaður

Smámunasafnið um helgina

Sunnudagurinn 8.júlí – íslenski safnadagurinn

Guðrún Hadda verður með örnámskeið í handstúkuprjóni, allt efni á staðnum.

Guðrún Steingríms sýnir miðaldafatnað, hvernig bregða á bönd og slyngja.

Endilega kíkið svo í geymsluna og athugið hvort þið eigið ekki eitthvað sem

gæti átt erindi á flóamarkaðinn “Opnum skottin”

Opið alla daga kl. 13-18

05.07.2007

Kvennareiðin - Leiðrétt dagsetning

Konur athugið!
Kvennareiðin sem auglýst var sl. laugardag í Eyjafjarðartíðindum er föstudaginn 6. júlí n.k. en ekki 27. júlí. Áætlaður brottfarartími frá Melgerðismelum er kl. 21 en æskilegt er að mæta um hálftíma fyrr.
Kveðja, ferðanefnd.
02.07.2007

Sundnámskeið fyrir fullorðna

Sundnámskeið fyrir fullorðna á vegum íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar, hefst n. k. mánudagskvöld.

21.06.2007