Fréttatilkynning frá Tónlistarhúsinu Laugarborg
SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR & SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR
Tónleikar 4. nóvember 2007 kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla & Selma Guðmundsdóttir, píanó
Efnisskrá: F. Schubert Sónata í d-moll op. 137 " Dvorak/Kreisler Slavneskir dansar "Saint-Saens Introduction og Rondo capriccioso op. 28" Grieg Sónata í c-moll op. 45
Tónleikarnir eru liður í vetrardagsrká Laugarborga
SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR & SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR
Tónleikar 4. nóvember 2007 kl. 15.00
Miðaverð kr. 2.000,-
Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla & Selma Guðmundsdóttir, píanó
Efnisskrá: F. Schubert Sónata í d-moll op. 137 " Dvorak/Kreisler Slavneskir dansar "Saint-Saens Introduction og Rondo capriccioso op. 28" Grieg Sónata í c-moll op. 45
Tónleikarnir eru liður í vetrardagsrká Laugarborga
Sigrún Eðvaldsdóttir hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur í Barnamúsíkskólanum í Reykjavík. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og bachelor gráðu frá Curtis tónlistarháskólanum í Philadelphiu árið 1988 þar sem hún lærði hjá Jaime Laredo og Jascha Brodsky. Samhliða námi þessu sótti hún einkatíma hjá hjónunum Almitu og Roland Vamos. Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra fiðlukeppna og m.a. unnið 2. verðlaun í Leopold Mozart keppninni árið 1987, bronsverðlaun í Síbelíusar keppninni árið 1990 og 2. verðlaun í Carl Flesch keppninni árið 1992. Það sama ár hlaut hún bjartsýnisverðlaun Brøste. Hún var 1. fiðluleikari í Miami strengjakvartettinum frá árinu 1988-1990. Hún hefur komið víða fram sem einleikari og kammermúsikant, m.a. í Marlboro tónlistar hátíðinni í Vermont í Bandaríkjunum, L’emperi tónlistarhátiðinni í Aix en Provence og Sangat tónlistarhátíðinni í Bombay á Indlandi. Hún hefur komið fram, sem einleikari, á tónleikum í New York í Weill Recital Hall og Wigmore Hall í London. Sigrún hefur yndi af að leika nýja tónlist og hafa nokkur tónskáld samið sérstaklega fyrir hana verk og tileinkað henni. Hennar er getið sem einum af áhugaverðustu fiðluleikurum framtíðarinnar í bók Henry Roth: Violin Virtuosos from Paganini to the 21st Century sem kom út árið 1997 og einnig í Tónlistartímaritinu le Monde de la Musique árið 1998. Það ár var Sigrún sæmd riddarakrossi hinnar Íslensku fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar. Hún hefur leikið inn á hljómdiska fyrir ÍTM, Steinar hf. og Chandos. Sigrún hefur gegnt stöðu 1. Konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 en með hljómsveitinni hefur hún margoft komið fram sem einleikari. Árið 2005 flutti hún allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó á Listahátið í Reykjavík.Hún frumflutti fiðlukonsert Áskells Mássonar í júní 2006 með sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Rumons Gamba.
Selma Guðmundsdóttir hóf tónlistarnám á Ísafirði, en stundaði síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Ásgeiri Beinteinssyni og Árna Kristjánssyni. Að loknu einleikaraprófi stundaði hún framhaldsnám hjá Hans Leygraf, fyrst við Mozarteum í Salzburg í Austurríki og síðan við Tónlistarháskólann í Hannover í Þýskalandi. Hún hefur ennfremur sótt námskeið víða erlendis, m.a. hjá Pierre Sancan í Frakklandi og Frantisek Rauch í Tékkóslóvakíu. Selma hefur haldið fjölda einleikstónleika bæði hér heima og erlendis. Hún hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveitinni í Þrándheimi. Selma hefur einnig starfað mikið með öðrum hljóðfæraleikurum og söngvurum og oft komið fram með Kammersveit Reykjavíkur. Árið 1991 kom út geislaplatan Cantabile með leik hennar og Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluleikara og ári síðar geislaplatan Ljúflingslög. Selma hefur einnig leikið einleiksverk fyrir píanó inn á geislaplötu sem kom út 1992, og sömuleiðis lék hún ásamt Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara á geislaplötunni Miniatures, sem kom út 1995. Hún leikur með Kammersveit Reykjavíkur á geislaplötunni Kvöldstund með Mozart.
Samstarfið við Gunnar Kvaran hófst árið 1995 og árið 1996 gáfu þau út geislaplötuna Elegíu og árið 2004 kom út platan Gunnar og Selma með flutningi á rómantískum verkum fyrir selló og píanó.
Selma hefur margsinnis komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún starfar sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og meðleikari við Listaháskóla Íslands.
Selma Guðmundsdóttir hóf tónlistarnám á Ísafirði, en stundaði síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Ásgeiri Beinteinssyni og Árna Kristjánssyni. Að loknu einleikaraprófi stundaði hún framhaldsnám hjá Hans Leygraf, fyrst við Mozarteum í Salzburg í Austurríki og síðan við Tónlistarháskólann í Hannover í Þýskalandi. Hún hefur ennfremur sótt námskeið víða erlendis, m.a. hjá Pierre Sancan í Frakklandi og Frantisek Rauch í Tékkóslóvakíu. Selma hefur haldið fjölda einleikstónleika bæði hér heima og erlendis. Hún hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveitinni í Þrándheimi. Selma hefur einnig starfað mikið með öðrum hljóðfæraleikurum og söngvurum og oft komið fram með Kammersveit Reykjavíkur. Árið 1991 kom út geislaplatan Cantabile með leik hennar og Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluleikara og ári síðar geislaplatan Ljúflingslög. Selma hefur einnig leikið einleiksverk fyrir píanó inn á geislaplötu sem kom út 1992, og sömuleiðis lék hún ásamt Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara á geislaplötunni Miniatures, sem kom út 1995. Hún leikur með Kammersveit Reykjavíkur á geislaplötunni Kvöldstund með Mozart.
Samstarfið við Gunnar Kvaran hófst árið 1995 og árið 1996 gáfu þau út geislaplötuna Elegíu og árið 2004 kom út platan Gunnar og Selma með flutningi á rómantískum verkum fyrir selló og píanó.
Selma hefur margsinnis komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún starfar sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og meðleikari við Listaháskóla Íslands.