Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. maí 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi og Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar á Höskuldsstöðum og deiliskipulag á sama stað.
Breytingin á aðalskipulagi felur í sér að afmörkun íbúðarsvæðis ÍS15 er breytt, færð að íbúðasvæði ÍS14 við Rein og minnkar þannig að íbúðum fækkar úr 25 í 19. Tillagan er auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er breyting frá fyrri tillögu, sem auglýst var 7. mars s.l.
Deiliskipulagstillagan er auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga og nær hún yfir þann hluta ÍS15, sem er austan Eyjafjarðarsbrautar eystri, en það er lóð fyrir eitt íbúðarhús.
Aðalskipulagstillagan er sett fram á meðfylgjandi uppdrætti og deiliskipulagstillagan á uppdrætti sem sést með því að smella hér.