Ársreikningar Eyjafjarðarsveitar 2010

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var  24. maí  2011,  var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010 tekinn til síðari umræðu og samþykktur.

Niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2010 sýnir sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í erfiðu árferði.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2010 voru samtals  662,6 millj. kr. og  rekstrargjöld  610,7 millj. kr. 
Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn eru  laun og launatengd gjöld sem voru á árinu 2010 kr. 302,1 millj. kr. og höfðu  hækkað um 1,4 millj. kr. frá árinu 2009.

Fræðslumál er lang stærsti málaflokkurinn og á árinu 2010 var til hans var varið 342,6 millj. kr. eða 61,1% af skattekjum.  Árið 2008 var varið til fræðslumála 64,2% af skatttekjum ársins 2008.   Þessi lækkun endurspeglar vel þær aðhaldsaðgerðir sem gripið var til í rekstri sveitarfélagsins á öllum sviðum strax haustið  2008. Með þeim aðgerðum tókst að halda þeirri góðu fjárhagsstöðu sem sveitarfélagið hefur búið við undanfarin ár.   

Á árinu 2010 voru fjármunatekjur  umfram fjármagnsgjöld  A og B hluta 4,2 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða A og B-hluta  var jákvæð um 56,1 millj. kr..
 
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2010 nam 576,2  millj. kr.

Skuldir við lánastofnanir voru 280,6 millj. kr. í árslok 2010 og er það lækkun um  49,8 millj. kr. frá árinu 2009.

Fjárfestingar á árinu 2010 voru 23,1 millj. kr.

Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti 2010,  nam veltufé frá rekstri A og B hluta  74,5 millj. kr.
Handbært fé hækkaði um 11,7 millj. kr. og nam það 106,6 millj.  kr.  í árslok 2010.
 
Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2010 var farsæll og eru starfsmönnum færðar þakkir fyrir vel unnin störf.  Íbúar sveitarfélagsins fá þakkir fyrir sitt framlag og að sýna aðhaldsaðgerðum undanfarinna ára skilning.