Fréttayfirlit

Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.” Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615. Sveitarstjóri
16.05.2018

Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 2018

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 26. maí. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 22:00. Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Atkvæði verða talin á kjörstað eftir að kosningu lýkur. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
16.05.2018

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018

Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er frá kl. 10:00-14:00 virka daga. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
16.05.2018

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara til kennslu í hönnun og smíði að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hálfa stöðu. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum úr margs konar efniviði. Hrafnagilsskóli hefur undanfarin ár unnið með skógarverkefni sem byggir m.a. á samþættingu smíða og hönnunar við aðrar greinar. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2018. Óskum eftir að ráða skólaliða og starfsmann í frístund að Hrafnagilsskóla. Ráðið er frá 15. ágúst 2018.
14.05.2018

ALDÍSARLUNDUR – HUGARFLUGSFUNDUR í Hrafnagilsskóla 17. maí kl. 20:30

Eyjafjarðarsveit keypti á árinu 2017 svæðið fyrir ofan Hrafnagilshverfi á því svæði er m.a. Aldísarlundur. Svæðið er hugsað til útivistar og kennslu. Sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum frá íbúum um nýtingu svæðisins. Margar áhugaverðar hugmyndir bárust og voru þær kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins.
14.05.2018

Sveitarstjórnarkosningar 2018 - framboðslistar í Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórnarkosningar 2018 fara fram laugardaginn 26. maí n.k. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út s.l. laugardag 5. maí. Í Eyjafjarðarsveit verða tveir listar í framboði F- listinn og K-listinn. Skipan frambjóðenda á listunum má sjá hér að neðan.
11.05.2018

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar stendur yfir. Atkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumönnum um land allt á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra. Utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis og kynnir hvar og hvenær hægt er að greiða atkvæði.
09.05.2018

Tjarnavirkjun, Eyjafjarðarsveit – tillaga að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025; Tjarnavirkjun. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
04.05.2018
Aðalskipulagsauglýsingar

Umhverfisverðlaun 2017

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2017 voru afhent af umhverfisnefnd þann 2. maí sl. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram út í tengslum við umgengni og umhirðu á sínu nánasta umhverfi. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Að þessu sinni hlutu viðurkenningar ábúendur að Villingadal, eigendur Brúnahlíðar 8 og hvatningarverðlaun hlaut Páll Snorrason.
03.05.2018

Ath. breyttur skilafrestur auglýsinga í næstu tvö blöð

Næstu tvö auglýsingablöð verða miðvikudaginn 2. maí og þriðjudaginn 8. maí. Auglýsingar þurfa því að berast fyrir kl. 10:00 sem hér segir: Mánudaginn 30. apríl fyrir blaðið sem dreift verður 2. maí. Mánudaginn 7. maí fyrir blaðið sem dreift verður 8. maí. Vinsamlega sendið auglýsingar á esveit@esveit.is.
25.04.2018