Á fundi sveitarstjórnar 18. maí var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2017 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða. Heildartekjur A og B hluta voru 1,016 m. kr., sem er um 3,9% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 948,6 m.kr en það er um 9,7% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 35,2 m.kr.
Ekki voru tekin ný lán á árinu 2017 en eldri lán voru greidd niður um 15,8 m.kr. Heildar skuldir og skuldbindingar í árslok 2017 voru kr. 284 m.kr. og er skuldahlutfallið 28,3%. Skuldaviðmið er 15,6% en leyfilegt hámark er 150%. Fjárfestingar ársins námu 41,6 m.kr. Stærri viðhaldsverkefni (markað viðhald) var kr. 22,3 millj. Handbært fé í árslok var 146,2 millj. Reikningurinn endurspeglar sterka stöðu sveitarfélagsins.