Fréttayfirlit

Fundarboð 517. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

517. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 14. júní 2018 og hefst kl. 15:00
12.06.2018

Ólafur Rúnar Ólafsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurráðningu í stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar

Ólafur Rúnar, sem er lögmaður, tók við stöðu sveitarstjóra á miðju síðasta kjörtímabili og kom til þeirra starfa úr lögmannsstörfum. Hann hefur nú ákveðið að snúa sér aftur að sínu fagi og hasla sér þar völl á nýjan leik. Ólafur Rúnar mun gegna stöðu sveitarstjóra til 30. júní nk. en Eyjafjarðarsveit mun þó áfram njóta liðsinnis hans í afmörkuðum verkefnum fram á haustið samkvæmt samkomulagi. Það verður því eitt af fyrstu verkefnum nýrrar sveitarstjórnar að finna eftirmann Ólafs Rúnars. Eyjafjarðarsveit þakkar Ólafi Rúnari fyrir störf hans og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
08.06.2018

Útboð: Nútímavæðing Hrafnagilsskóla 1708017, tölvubúnaður

Nútímavæðing Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða búnað sem notaður verður við kennslu í grunnskólanum. Heiti útboðsins er „Nútímavæðing Hrafnagilsskóla 1708017“ Afhending gagna er frá 4. júní 2018. Tilboðsfrestur er til 18. júní 2018 kl. 14:00, en tilboð verða þá opnuð á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 2. hæð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðum skal skilað á tilboðsblaði sem kaupandi leggur til. Þeir sem óska eftir að fá tilboðsgögn afhent skulu senda beiðni þar um á netfangið esveit@esveit.is með efnislínu (e. subject) Nútímavæðing Hrafnagilsskóla 1708017. Nánari lýsing er í útboðsgögnum. Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.
01.06.2018

Íþróttamiðstöðin lokuð 29. og 30. maí

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður lokuð þriðjudaginn 29. maí og miðvikudaginn 30. maí vegna viðhalds.
29.05.2018

KOSNINGAÚRSLIT Í EYJAFJARÐARSVEIT

Við sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018 voru 761 á kjörskrá í Eyjafjarðarsveit, 379 karlar og 382 konur. Á kjörstað greiddu atkvæði 538 og 50 utankjörstaðaatkvæði bárust. Alls kusu því 588 eða 77,3% þeirra sem voru á kjörskrá, 289 karlar og 299 konur. Auðir seðlar voru 7 og ógildir 3.
29.05.2018

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – tillaga til auglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu skv. 7 gr. laga nr. 10/2006 um umhverfismat áætlana.
28.05.2018
Aðalskipulagsauglýsingar

Framboðsfundur

Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar listanna sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Fundurinn verður í matsal Hrafnagilsskóla fimmtudagskvöldið 24. maí og hefst kl. 20:00. Frambjóðendur
23.05.2018

Ársreikningur 2017

Á fundi sveitarstjórnar 18. maí var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2017 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða. Heildartekjur A og B hluta voru 1,016 m. kr., sem er um 3,9% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 948,6 m.kr en það er um 9,7% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 35,2 m.kr. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2017 en eldri lán voru greidd niður um 15,8 m.kr. Heildar skuldir og skuldbindingar í árslok 2017 voru kr. 284 m.kr. og er skuldahlutfallið 28,3%. Skuldaviðmið er 15,6% en leyfilegt hámark er 150%. Fjárfestingar ársins námu 41,6 m.kr. Stærri viðhaldsverkefni (markað viðhald) var kr. 22,3 millj. Handbært fé í árslok var 146,2 millj. Reikningurinn endurspeglar sterka stöðu sveitarfélagsins.
23.05.2018

Vinnuskólinn – byrjar 11. júní 2018

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2002, 2003 og 2004 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 30. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala og launareikningur umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
22.05.2018

Lokun skrifstofu 18. maí

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá kl. 13:00 föstudaginn 18. maí.
17.05.2018