Fréttayfirlit

Hátíð á degi íslenskrar tungu

Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar var efnt til hátíðar á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. Tónlistarskólinn auk Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla og Grenivíkurskóla stóðu að hátíðinni og höfðu kennarar og nemendur skólanna staðið að undirbúningi í nokkar vikur. Þema dagsins var Hernámsárin - tímabilið 1939-1945.
19.11.2018

Skrifstofa lokar snemma 16.11.

Í dag, föstudaginn 16. nóvember, lokar skrifstofan kl. 12:40 vegna skólahátíðar.
16.11.2018

Fundarboð 523. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

523. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 8. nóvember 2018 og hefst kl. 15:00
06.11.2018

Gangnadagar 2019

Fjallskilanefnd bókaði á 37. fundi sínum gangnadaga 2019 og verða þeir sem hér segir: Fjárgöngur: 1. göngur verða helgina 7. og 8. september og 2. göngur 2 vikum síðar. Hrossasmölun: verður 4. október og stóðréttir 5. október.
23.10.2018

Fundarboð 522. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

522. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 18. október 2018 og hefst kl. 15:00
16.10.2018

Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Opnað verður fyrir umsóknir kl. 12:00 á hádegi 10. október. Umsóknarfrestur er til og með kl. 12:00 á hádegi 7. nóvember. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt sem er á heimasíðu Eyþings www.eything.is
16.10.2018

Skipulags- og matslýsing deiliskipulags fyrir svínabú í landi Torfna í Eyjafjarðarsveit.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 1. október 2018 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna vinnu deiliskipulags fyrir svínabú í landi Torfna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 17,5 ha að stærð og er staðsett við Eyjafjarðarbraut vestari rétt sunnan Finnastaðaár. Byggingaráformin fela í sér byggingu tveggja gripahúsa alls um 5700 fm að flatarmáli sem rúma munu um 400 gyltur og 2400 grísi.
02.10.2018
Deiliskipulagsauglýsingar

Fundarboð 521. fundar sveitarstjórnar

521. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 1. október 2018 og hefst kl. 15:00
28.09.2018

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2018

Hrossasmölun verður 5. október og stóðréttir 6. október. Gangnaseðlar eru aðgengilegur hér:
28.09.2018

Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Þann 1. október lætur Eiríkur Stephensen af störfum sem skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Guðlaugur Viktorsson tekur við starfinu og verður Helga Kvam aðstoðarskólastjóri.
26.09.2018