Kennari í hönnun og smíði
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara til kennslu í hönnun og smíði að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hálfa stöðu. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum úr margs konar efniviði. Hrafnagilsskóli hefur undanfarin ár unnið með skógarverkefni sem byggir m.a. á samþættingu smíða og hönnunar við aðrar greinar. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2018.
Skólaliði og starfsmaður í frístund
Óskum eftir að ráða skólaliða og starfsmann í frístund að Hrafnagilsskóla. Ráðið er frá 15. ágúst 2018.
Leitað er eftir starfsmönnum sem:
- Sýna metnað í starfi.
- Vinna í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
- Eru færir og liprir í samskiptum.
- Sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin, hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.