Fréttayfirlit

Skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir skipulagslýsingar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags fyrir erftirtalin verkefni: Svönulundur í landi Holtsels – íbúðarsvæði fyrir eitt einbýlishús. Leifsstaðabrúnir – íbúðarsvæði fyrir þrjú einbýlishús. Kotra í landi Syðri-Varðgjár – íbúðarsvæði fyrir sex einbýlishús.
26.02.2019

Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?

Sveitarfélagið í samstarfi við félag eldri borgara kannar nú hverja vantar aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum.
22.02.2019

Fundarboð 528. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

528. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 14. febrúar 2019 og hefst kl. 15:00
13.02.2019

Álagning fasteignagjalda

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru aðgengilegir á island.is. Kröfur hafa verið stofnaðar í heimabanka og eru reikningar aðgengilegir í rafrænum skjölum.
07.02.2019

Handverkshátíð í höndum Duo.

Stjórn Handverkshátíðar hefur gengið til samnings við fyrirtækið DUO. um framkvæmdastjórn Handverkshátíðar en að fyrirtækinu standa þær Kristín Anna Kristjánsdóttir og Heiðdís Halla Bjarnadóttir.
01.02.2019

Fundarboð 527. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 527. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 24. janúar 2019 og hefst kl. 15:00
24.01.2019

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2019

Vakin er athygli á að íþrótta- og tómstundastykur barna í Eyjafjarðarsveit hefur verið hækkaður í 20.000 kr. fyrir árið 2019. Styrkurinn er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í sveitarfélaginu. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf.
14.01.2019

OPNUNARHÁTÍÐ VAÐLAHEIÐARGANGA

Laugardaginn 12. janúar nk. verða Vaðlaheiðargöng opnuð með formlegum hætti og verður viðamikil dagskrá allan daginn af því tilefni. Göngin verða lokuð á opnunardaginn kl. 08:00 - 18:00.
11.01.2019

Torfur, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir svínabú

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
03.01.2019
Deiliskipulagsauglýsingar

Breyttur opnunartími í íþróttamiðstöð á nýju ári

Frá 3. janúar 2019 mun opnunartími íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar vera: Mánudaga til fimmtudaga 06:30 - 22:00 Föstudaga 06:30 - 20:00 Laugardaga og sunnudaga 11:00 - 18:00
27.12.2018