Fréttayfirlit

Snjómokstur

Búið er að moka neðri hringinn að Hrafnagili og verður honum haldið opnum í dag. Þá er verið að moka Eyjafjarðarsbraut vestri að Gullbrekku. Fylgst verður með veðri og verða aðrar leiðir mokaðar um leið og veður gengur niður.
08.01.2020
Fréttir

Nafnasamkeppni

Í nóvember sl. samþykktu EYÞING, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sameiningu félaganna þriggja undir hatti nýrra samtaka. Þessi samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra efna hér með til nafnasamkeppni um heiti félagsins.
07.01.2020
Fréttir

Umsóknarfrestur vegna áhersluverkefna framlengdur til 31. janúar 2020

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur vegna áhersluverkefna fyrir árið 2020 hefur verið framlengdur til 31. janúar 2020.
07.01.2020
Fréttir

Kynningarfundum í Borgarnesi, Húnavatnshreppi, Reykjadal og á Egilsstöðum frestað

Kynningarfundum umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð, sem halda átti í Borgarnesi og Húnavatnshreppi í dag og í Reykjadal og á Egilsstöðum á morgun er frestað vegna veðurs. Nýjar tímasetningar fyrir fundina verða auglýstar á næstu dögum.
07.01.2020
Fréttir

Hjálparsími Rauða krossins sími 1717

Mikið hefur gengið á í Eyjafjarðarsveit og víða um land allt núna í desember. Á fundi Samráðshóps áfallahjálpar í umdæmi Almannavarnanefndar Eyjafjarðar var m.a. rætt um að benda fólki á að hafa samband við hjálparsíma RKÍ s: 1717, ef það eða einhverjir sem það þekkir til, eru með vanlíðan vegna þessara mála. Hjálparsími og netspjall Rauða Krossins: „hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.“ Heimasíða: raudikrossinn.is.
23.12.2019
Fréttir

Jólakveðja

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
20.12.2019
Fréttir

Auglýsingablaðið yfir hátíðarnar

Skilafrestur auglýsinga í næstu tvö auglýsingablöð verður fyrir kl. 10:00: -mánudaginn 23. des. fyrir blaðið sem dreift verður föstudaginn 27.des. -mánudaginn 30. des. fyrir blaðið sem dreift verður 2. eða 3. jan. 2020. Auglýsingar óskast sendar á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
18.12.2019
Fréttir

Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar dagana 23., 27. og 30. desember kl. 10:00-14:00. Lokað fimmtudaginn 2. janúar 2020. Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.
18.12.2019
Fréttir

Jólaopnun í Íþróttamiðstöðinni

23. des. Lokað 24. des. Lokað 25. des. Lokað 26. des. Lokað 27. des. Opið kl. 10:00-20:00 28. des. Opið kl. 10:00-17:00 29. des. Opið kl. 10:00-17:00 30. des. Opið kl. 06:30-22:00 31. des. Lokað 1. jan. Lokað 2. jan. Opið kl. 10:00-22:00
18.12.2019
Fréttir

Ályktun sveitarstjórnar í kjölfar óveðurs

Þann 16. desember 2019, samþykkti sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samhljóða neðangreinda ályktun:
17.12.2019
Fréttir