Fréttayfirlit

Skólaliði og starfsmaður í frístund

Starfsmaður óskast í hlutastarf við Hrafnagilsskóla veturinn 2019 – 2020. Um er að ræða tímabundna stöðu vegna veikinda en með möguleika á fastráðningu. Best væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
14.08.2019
Fréttir

ÚTBOÐ FYRIR SKÓLAAKSTUR HRAFNAGILSSKÓLA

Ríkiskaup annast útboð skólaaksturs fyrir Hrafnagilsskóla og hefur nú opnað fyrir upplýsingar þess efnis á rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa.
14.08.2019
Fréttir

OPNUNARHÁTÍÐ OG VERÐLAUNAAFHENDING HANDVERKSHÁTÍÐAR 2019

Opnunarhátíð og verðlaunaafhending Handverkshátíðar 2019 var haldin fimmtudagskvöldið 8.ágúst í veitingatjaldinu þar sem fólk naut frábærra veitinga og skemmtiatriða í góðum félagsskap. Valnefndin í ár var skipuð flottu fagfólki. Almari Alfreðssyni vöruhönnuði, Elínu Björgu útstillingahönnuði og eiganda Eftirtekt.is og Gunnhildi Helgadóttur myndlistamanni.
09.08.2019
Fréttir

FRÁBÆR BYRJUN Á HANDVERKSHÁTÍÐ 2019

Handverkshátíð fór af stað í morgun og gekk dagurinn afskaplega vel fyrir sig. Fjöldi manns var mættur til að kynna sér nýtt handverk og njóta samverunnar á Hrafnagili.
08.08.2019
Fréttir

Valdi lýkur sínu frábæra starfi við mötuneyti Eyjafjarðarsveitar

Það verður eflaust söknuður hjá mörgum þar sem Valdemar Valdemarsson "Valdi", matreiðslumeistari, lætur nú eftir mötuneyti Eyjafjarðarsveitar en föstudaginn 12.júlí reiðir hann formlega fram sínar síðustu veitingar sem verktaki mötuneytisins.
11.07.2019

Reynslulokun við Laugartröð

Sveitarfélagið hefur nú sett vegtálma á Laugartröð sem loka götunni fyrir gegnumakstri vestan við Laugarborg. Síðastliðna daga hafa krakkarnir í vinnuskólanum málað tálmana með gulri málningu svo þeir verði áberandi fyrir vegfarendur.
05.07.2019

Þjóðgarður á miðhálendinu - Kynningarfundur þverpólitískrar nefndar

Þann 26. ágúst næstkomandi mun þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs halda opinn fund í Stórutjarnarskóla. Þar verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu nefndarinnar, sem skila á skýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.
05.07.2019

Eðal kaffihlaðborð í Funaborg

Kvenfélagið Hjálpin verður með kaffihlaðborð í Funaborg sunnudaginn 7. júlí kl. 13:30-16:30.
21.06.2019

Fundarboð 533. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

533. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 20. júní 2019 og hefst kl. 15:00
20.06.2019

Skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir skipulagslýsingar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags fyrir athafnasvæði í landi Stokkahlaða. Svæðið er auðkennt AT4 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og mun deiliskipulagið taka til byggingar tveggja húsa sem nýtt verða sem atvinnu- og geymsluhúsnæði. Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 18. júní 2019 til og með 2. júlí 2019. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins, esveit.is.
19.06.2019
Deiliskipulagsauglýsingar