Fréttayfirlit

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið fer í jólafrí og er síðasti opnunardagur fyrir jól föstudagurinn 20. desember frá kl. 10:30-12:30. Opið er milli jóla og nýárs föstudaginn 27. desember frá kl. 16.00-19.00. Opnum eftir áramót föstudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega á föstudegi. Safnið óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla með þökkum fyrir liðið ár og ósk um að sjá enn fleiri á nýju ári.
16.12.2019
Fréttir

Vegagerðin stefnir á að hefja snjómokstur í nótt ef aðstæður leyfa

Vegagerðin stefnir á að hefjast handa við snjómokstur í sveitarfélaginu í nótt en þó má reikna með að töluverðan tíma taki að opna allar leiðir. Snjómokstur er hafinn í Hrafnagilshverfi.
11.12.2019
Fréttir

Tilkynning frá leikskólanum Krummakoti - nánari upplýsingar um opnun leikskólans klukkan 9:00 í fyrramálið

Enginn skóli verður frá 7:30-9:55 en skoðað verður með að opna kl: 10 fyrir þá nemendur sem að komast. Opnunin verður einnig skoðuð með tilliti til hvort starfsfólk komist til vinnu. Nánari upplýsingar klukkan 9:00 í fyrramálið.
11.12.2019
Fréttir

Tilkynning frá Hrafnagilsskóla - nánari upplýsingar um skólastarf fimmtudags klukkan 9:00 í fyrramálið.

Enginn skóli verður frá 8:15 - 9:55 en skoðað verður með að opna skólann kl. 10:00 fyrir þá nemendur sem komast. Ekki verður hægt að fylgja stundaskrá og opnunin verður einnig skoðuð með tilliti til hvort starfsfólk komist til vinnu. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tilkynningum í fyrramálið í gegnum upplýsingasíma skólans 8781603, á heimasíðu eða með netpósti en ekki er öruggt að svarað verði í skólasímann strax í fyrramálið. Upplýsingar um skólahald munu liggja fyrir ekki seinna en klukkan níu á morgun.
11.12.2019
Fréttir

Óvíst með snjómokstur og færð á fimmtudag - skólabílar ekki á ferð

Að svo stöddu telur Vegagerðin ólíklegt að hægt verði að moka í sveitarfélaginu fyrr en á morgun og er því útlit fyrir að ófært verði í sveitarfélaginu hið minnsta fyrri hluta dags. Ljóst er að skólabílar munu ekki verða á ferð á fimmtudag og má reikna með að færðin hafi áhrif á skólastarf fimmtudags. Hvetjum við foreldra til að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum.
11.12.2019
Fréttir

Skólar, skrifstofa og aðrar stofnanir sveitarfélagsins lokaðar á miðvikudag.

Sökum þess veðurofsa sem gengur nú yfir landið verða allar stofnanir sveitarfélagsins lokaðar á morgun, miðvikudag, þar með talið grunnskóli og leikskóli.
10.12.2019
Fréttir

Takmarkaður snjómokstur framan miðbrautar þar til veðri slotar

Veðurútlit er með þeim hætti að ólíklegt má telja að snjómokstur verði framan Miðbrautar eftir hádegi á þriðjudag og þar til veðri slotar á fimmtudagsmorgun. Tilkynnt verður á heimasíðunni þegar snjómostur hefst aftur.
10.12.2019
Fréttir

Skólahald, íþróttamiðstöð, skrifstofur og önnur starfsemi sveitarfélagsins lokar klukkan 12:00 á þriðjudag.

Hrafnagilsskóli, leikskólinn Krummakot, íþróttamiðstöð, skrifstofur, bókasafn og gámasvæði sveitarfélagsins munu loka klukkan 12:00 í dag, þriðjudag, vegna óvenju illskuveðurs og útlits fyrir slæma færð á vegum.
10.12.2019
Fréttir

Aðvörun vegna veðurs

Kæru sveitungar við hvetjum alla til að fylgjast vel með færð og veðurspá næstu daga. Foreldrar og forráðamenn barna í leik- og grunnskóla eru sérstaklega beðnir um að vera vakandi fyrir upplýsingum frá skólunum en líklegt má telja að rask verði á skólastarfi og akstri á næstu dögum.
09.12.2019
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2020 og 2021-2023 samþykkt í sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 og árin 2021 - 2023 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 6. desember.
06.12.2019
Fréttir