Skólahald, íþróttamiðstöð, skrifstofur og önnur starfsemi sveitarfélagsins lokar klukkan 12:00 á þriðjudag.

Fréttir
Krummakot að vetri
Krummakot að vetri

Hrafnagilsskóli, leikskólinn Krummakot, íþróttamiðstöð og skrifstofur sveitarfélagsins munu loka klukkan 12:00 í dag, þriðjudag, vegna óvenju illskuveðurs og útlits fyrir slæma færð á vegum. 

Skólarútur munu keyra börnin heim frá Hrafnagilsskóla klukkan 12:15 svo þau megi vera komin til síns heima áður en versta veðrið skellur á og eru foreldrum bent á að fylgjast með komu skólabílsins og taka á móti börnum sínum, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem börn þurfa að ganga heimreiðar. Hádegisverði eldri deilda í skólanum verður flýtt svo öll börn hafa fengið næringu áður en þau halda heim á leið. 

Leikskólinn Krummakot mun loka klukkan 12:00 og þurfa foreldrar því að sækja börn sín snemma þennan dag. 

Mikilvægt er fyrir foreldra og forráðamenn að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum seinnipartinn í dag en klukkan 15:00 verða sendar út tilkynningar varðandi skólastarf og aðra starfsemi sveitarfélagsins fyrir miðvikudag. 

Þá er útlit fyrir að snjómokstur verði takmarkaður fram á fimmtudag.