Fréttayfirlit

Eyjafjarðarsveit - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 21. nóvember 2019 afgreiðslu skipulagsnefndar þann 14. mars 2019 á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið tekur til uppbyggingar svínabús á landspildu sunnan Finnastaðaár og vestan Eyjafjarðarbrautar vestri.
05.12.2019
Fréttir

Skipulagsnefnd vinnur að umferðaröryggisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit

Kallað er eftir ábendingum frá vegfarendum sveitarfélagsins um það sem betur má fara í umferðarmálum í sveitarfélaginu. Hafa má í huga atriði eins og ástand vega, snjómokstur, umferð gangandi vegfarenda, akandi og ríðandi. Þá er einnig vert að benda á gróður, heft útsýni, erfið gatnamót og heimreiðar svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að staðsetningar séu skilmerkilega tilgreindar í ábendingum og gott er að hafa myndir með þar sem við á. Ábendingar sendist á esveit@esveit.is merkt sem erindi „Ábendingar fyrir umferðaröryggisáætlun“ fyrir 12. janúar 2020. Skipulagsnefnd
05.12.2019
Fréttir

Atvinna - Skólaliði

Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða í 90% starf. Ráðið er í starfið út skólaárið og möguleiki á fastráðningu í framhaldi. Best væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
05.12.2019
Fréttir

Fundarboð 541. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

541. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 6. desember 2019 og hefst kl. 12:00.
05.12.2019
Fréttir

Fundarboð 540. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

540. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 2. desember 2019 og hefst kl. 15:00
29.11.2019
Fréttir

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Sóknaráætlun Norðurlands eystra til næstu fimm ára er nú aðgengileg.
28.11.2019
Fréttir

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar veitt

Rétt í þessu voru umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar veitt af umhverfisnefnd sem ákvað að veita tveimur aðilum verðlaunin í ár, annarsvegar fyrir Bújörð og atvinnustarfsemi og hinsvegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi.
22.11.2019
Fréttir

Síðustu fundir skipulagsnefndar og sveitarstjórnar fyrir jól

Nú líður að síðustu fundum skipulagsnefndar og sveitarstjórnar fyrir jól en breyting er á fundardögum sem verða sem hér segir. Skipulagsnefnd fundar föstudaginn 29.nóvember (fundur sem fyrirhugaður var 2.nóvember). Sveitarstjórn fundar 2.desember og síðan afgreiðir hún fjárhagsáætlun á jólafundi sínum þann 6.desember.
22.11.2019
Fréttir

Eyjafjarðarsveit fremst sveitarfélaga í endurvinnslu á svæði Eyþings

Þau gleðitíðindi komu fram í erindi á auka aðalfundi Eyþings síðastliðinn laugardag að Eyjafjarðarsveit er fremst sveitarfélaga á svæðinu í endurvinnslu en yfir 60% af sorpi frá sveitarfélaginu fer í endurvinnslu.
20.11.2019
Fréttir

Starf - 50% tímabundin afleysing

Við í leikskólanum Krummakoti auglýsum eftir starfsmanni í 50% tímabundna afleysingu við ræstingar. Vinnutími er samkomulag.
19.11.2019
Fréttir