Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2020 og 2021-2023 samþykkt í sveitarstjórn

Fréttir
Til stendur að framkvæma töluvert á svæði Hrafnagilsskóla á árunum 2021-2023.
Til stendur að framkvæma töluvert á svæði Hrafnagilsskóla á árunum 2021-2023.

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 og árin 2021 - 2023 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 6. desember.

Áætlun ársins 2020 svo og áranna 2021 – 2023 endurspeglar sterka stöðu sveitarfélagsins.  Sveitarfélagið nýtur þess að skuldir eru lágar.  Þrátt fyrir að miklar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á áætlunartímabilinu verður fjárhagsstaða Eyjafjarðarsveitar sterk áfram og skuldahlutfallið  mun lækka. 

 

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 í þús. kr.

Tekjur kr. 1.178.015

Gjöld án fjármagnsliða kr. 1.058.327

Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 1.121 )

Rekstrarniðurstaða kr. 118.586

Veltufé frá rekstri kr. 157.867

Fjárfestingahreyfingar kr. 70.460

Afborganir lána kr. 16.879

Hækkun á handbæru fé kr. 72.528

Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á árinu 2020.

 

 

Stærstu einstöku framkvæmdir ársins 2020 eru:

Færsla á rotþró fyrir Hrafnagilshverfi.

Uppbygging gatna og malbikun.

Flutningur og uppbygging gámasvæðis.

 

Fjárhagsáætlun 2021- 2023

Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum.

Gert ráð fyrir fjárfestingum og mörkuðu viðhaldi á tímabilinu fyrir kr. 732,6 millj.   Helstu verkefnin er bygging á nýjum leikskóla og viðbygging við Hrafnagilsskóla.  Þá verður áfram unnið að nýbyggingu gatna.

Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að tekið verði nýtt lán kr. 50 millj.  og að seldar verði eignir fyrir 100 millj.  Eldri langtímaskuldir verða greiddar niður um kr. 39,6 millj. og eru langtímaskuldir í heild áætlaðar í árslok 2023 kr. 124 millj.  og mun skuldahlutfallið (skuldir/rekstrartekjur) lækka á tímabilinu úr 25% í 21%.