Fréttayfirlit

Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2020

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
22.04.2020
Fréttir

Gleðilegt sumar

Nú er snjórinn óðum að hverfa í sveitinni og þá kemur gjarnan í ljós ýmislegt rusl í vegköntum, rúlluplast á girðingum og kerfill hér og þar. Umhverfisnefndin vill hvetja íbúa til að tína rusl og stinga upp illgresi í kringum sig. T.d. er kjörið að nýta „Dag umhverfisins“, laugardaginn 25. apríl, til útveru og tiltektar en þá er jafnframt „Stóri Plokkdagurinn“ sem er landsátak í ruslatínslu. Með sameiginlegu átaki gerum við sveitina okkar fallega. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar
22.04.2020
Fréttir

Laus staða við Hrafnagilsskóla

Hlutastaða kennara í tónmennt, afleysing til eins árs. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastöðu.
08.04.2020
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar lokað vegna Covid-19

Bókasafnið er því miður lokað og verður áfram meðan samkomubann er í gildi. Upplýsingar um opnun munu birtast á heimasíðu sveitarfélagsins og í auglýsingablaðinu.
07.04.2020
Fréttir

Kæru sveitungar

Við viljum byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem hafa styrkt okkur og sett dósir og flöskur í þar til gerðan gám á gámasvæðinu norðan Hrafnagilsskóla. Þessir peningar koma sér vel og fara allir í ferðasjóðinn okkar. Okkur langar að biðja fólk um að passa að ekki sé rusl í flöskupokunum sem fara í gáminn og að dósirnar séu ekki beyglaðar saman. Foreldrar okkar hafa lent í vandræðum í Endurvinnslunni út af þessu. Við sendum ykkur óskir um gleðilega páska, nemendur í 10. bekk.
07.04.2020
Fréttir

Bók að gjöf fyrir eldri borgara Eyjafjarðarsveitar

Á morgun fá eldriborgarar bók að gjöf frá Eyjafjarðarsveit og verður eintaki dreift á öll heimili þar sem 67 ára eða eldri búa. Bókin, Hreyfing 60+, er skrifuð af íþróttafræðingnum Fannari Karvel og er gjöfinni ætlað að stuðla að góðri hreyfingu og lýðheilsu fyrir hópinn. Það er Lýðheilsunefnd Eyjafjarðarsveitar sem stendur að þessu flotta framtaki.
06.04.2020
Fréttir

Yfirlýsing frá Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra mælist eindregið til þess að fólk ferðist ekki um páskana og virði í hvívetna samkomubann og fjarlægðarmörk hér eftir sem hingað til. Ljóst er að heilbrigðiskerfi landsmanna má ekki við meira álagi og koma þarf í veg fyrir aukna hættu á smitum og slysum með öllum tiltækum ráðum á þessum krefjandi tímum.
03.04.2020
Fréttir

Til umhugsunar fyrir páskafríið

Nú þegar páskafrí skólanna ganga í garð er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga varðandi afþreyingu, samkomur og fjarlægðir.
03.04.2020
Fréttir

Skilafrestur auglýsinga fyrir auglýsingablaðið 7. apríl 2020

Skilafrestur auglýsinga fyrir næsta auglýsingablað verður fyrir kl. 10:00 mánudaginn 6. apríl. Auglýsingar sendist á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Blaðinu verður dreift um sveitina þriðjudaginn 7. apríl.
02.04.2020
Fréttir