Tilkynning frá Fjallskilanefnd vegna Covid-19

Fréttir

Á fundi sínum þann 21. ágúst 2020 fór Fjallskilanefnd yfir leiðbeiningar frá Almannavörnum vegna gangna og rétta vegna Covid-19 og leggur áherslu á að aðilar kynni sér þær leiðbeiningar vel.

Vegna tilmæla frá Almannavörnum verða smalamennskur og réttir með öðru sniði en venjulega. Bændum er bent á að kynna sér sérstaklega leiðbeiningar vegna gangna og réttarstarfa sem finna má á www.saudfe.is og á hér í fréttinni.

Takmarka þarf fjölda manna frá hverjum bæ sem á fjárvon í Þverárrétt og miðast skal við að ekki verði fleiri en 8 manns frá hverjum bæ, á þetta ekki við börn fædd 2005 og síðar. Öðrum er óheimill aðgangur og verður umferð að réttinni stýrt.

Í öðrum réttum gilda almennar reglur um fjöldatakmarkanir sem miðast við 100 manns og ber réttastjórum að tryggja að því verði fylgt eftir.

Leiðbeiningar Almannavarna má sjá hér.