Tilkynning frá Krummakoti - opnar klukkan 11:00 á mánudagsmorgun

Fréttir
Krummakot Eyjafjarðarsveit
Krummakot Eyjafjarðarsveit

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Krummakoti

Eins og staðan er núna þá hafa ekki borist neinar upplýsingar frá ráðuneytinu sem að við biðum eftir til að bregðast við aðstæðum. En það liggur fyrir að skipta þarf skólanum upp í tvö sóttvarnarhólf og því þurfum við tíma til að bregðast við því.

Við opnum skólann á morgun kl:11 og þá geta nemendur komið beint í mat.

Þá vinnum við að skipulagi fyrir skólastarf næstu daga/vikur og munum við senda nánari upplýsingar síðar til ykkar um framhaldið í skólanum. Við biðjum alla foreldra/forráðamenn um að fylgjast vel með heilsufari nemenda og hafa samband við heilsugæsluna ef nemendur fá einkenni og óska þá eftir sýnatöku. Einnig þarf að láta skólann vita ef nemendur þurfa að fara í sóttkví, fá einkenni og/eða veikjast.

Á þessum tímum þurfum við að hlúa vel hvert að öðru, sýna umburðarlyndi og æðruleysi í leik og starfi.