Styttri opnunartími í sundlaug og íþróttamiðstöð lokuð til og með 8.nóvember

Fréttir
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar

Í ljósi þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á smitum á undanförnum dögum í okkar næsta nágrenni hefur verið ákveðið að draga úr opnunartíma sundlaugarinnar og loka á útleigu íþróttasalar. Þá hafa Samherjar ákveðið að halda einungis úti starfsemi og æfingum sem tengjast krökkum á grunnskólaaldri.

Eftirfarandi opnunartímar verða í gildi fyrir sundlaug Eyjafjarðarsveitar dagana 28.október til 8.nóvember:
Mánudaga – Fimmtudaga 6:30-8:00 og 16:00-22:00
Föstudaga 6:30 – 8:00 og 16:00 – 20:00
Laugardaga og sunnudaga 10:00-20:00