Fréttayfirlit

Innanfélagsmót Hjólreiðafélags Akureyrar miðvikudaginn 9. júní, ræsing kl. 18:30 frá Leirunesti

Hjólreiðafélag Akureyrar ætlar að halda lítið innanfélagsmót í Götuhjólreiðum miðvikudaginn 9. júní næstkomandi þar sem keppendur hjóla Eyjarfjarðarhring réttsælis. Í boði er að hjóla bæði einn og tvo hringi. Ræst verður frá Leirunesti út á þjóðveg 1 og beygt þaðan til hægri inn Eyjafjarðarbraut eystri, hægri beygja tekin við Laugaland og svo aftur við Hrafnagil. Endamark á Eyjafjarðarbraut vestri á milli Skautahallar og Leirunestis. Þeir sem fara tvo hringi halda áfram í gegnum endamark og taka hægri beygju við gatnamót á Norðurlandsvegi. Til að tryggja öryggi keppenda munum við stýra umferð á Leiruvegi á meðan keppendur fara af stað og þegar fólk leggur af stað í seinni hring munum við tryggja þeim örugga för í gegnum gatnamót Drottningarbrautar, Eyjarfjarðarbrautar Vestri og Norðurlandsvegar. Endamark verður á milli skautahallar og Leirunestis, en ekki er gert ráð fyrir að það hafi truflandi áhrif á bílaumferð. Starfsmaður verður á gatnamótum við Miðhúsabraut til að tryggja að ekki sé hætta á að bílar sem koma þaðan keyri í veg fyrir hjólreiðafólk. Starfsfólk Hjólreiðafélagsins verður í gulum sýnileikavestum og sett verða upp skilti á nokkra vel valda staði sem kynna vegfarendum að Hjólamót sé í gangi. Reiknað er með að allir keppendur séu komnir í mark innan við tveimur tímum frá ræsingu.
08.06.2021
Fréttir

Sleppingar

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna nautgripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári. Ekki er tilefni til að víkja frá þessum ákvæðum.
08.06.2021
Fréttir

Deiliskipulag íbúðarsvæðis í landi Bjarkar – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl. að vísa skipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til um 6,2 ha stórrar spildu úr landi Bjarkar sem í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er skilgreind sem íbúðarsvæði ÍB28. Innan skipulagssvæðisins er ráðgert að byggja tvö einbýlishús, bílgeymslu, gestahús og gróðurhús.
07.06.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Deiliskipulag lóðar Hrafnagilsskóla – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl. að vísa skipulagstillögu fyrir lóð Hrafnagilsskóla í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan skilgreinir byggingarreit og bílastæði fyrir nýjan leikskóla Hrafnagilshverfis sem ráðgert er að byggja við Hrafnagilsskóla. Deiliskipulagstillagan er hluti af vinnu sem nú stendur yfir við gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi.
07.06.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu að Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 3. júní sl. að vísa skipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir tjaldsvæði, götum milli húsa og landmótun á svæðinu.
07.06.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Hælið fær hvatastyrk frá Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar

Á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí heimsótti Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar Hælið setur um sögu berklanna og frumkvöðul þess Maríu Pálsdóttur þar sem henni var veittur sérstakur hvatastyrkur að upphæð 100.000kr vegna þeirrar starfsemi sem hún hefur byggt upp á Hælinu og mikilvægi þeirrar sögu sem þar er sögð.
04.06.2021
Fréttir

Hefur þú hugmynd, tillögu eða raunverulegt verkfæri sem getur stuðlað að betri þjónustu við fatlað fólk?

Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem miðar að því að safna og miðla upplýsingum, auka þekkingu og reynslu á tæknilausnum og þjónustu sem dregið gætu úr þeim áhrifum sem rekja má til afleiðinga COVID 19 á stöðu fatlaðs fólks. Samþykkt hefur verið að veita 40 milljónum króna til þessa verkefnis á landsvísu á árinu 2021.
04.06.2021
Fréttir

Fundarboð 567. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 567 FUNDARBOÐ 567. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 3. júní 2021 og hefst kl. 08:00
01.06.2021
Fréttir

Sumaropnun hefur tekið gildi

Íþróttamiðstöðin er opin mánudaga - föstudaga kl. 06:30-22:00 og um helgar 10:00-20:00.
01.06.2021
Fréttir