Á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí heimsótti Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar Hælið setur um sögu berklanna og frumkvöðul þess Maríu Pálsdóttur þar sem henni var veittur sérstakur hvatastyrkur að upphæð 100.000kr vegna þeirrar starfsemi sem hún hefur byggt upp á Hælinu og mikilvægi þeirrar sögu sem þar er sögð.
Í máli formanns Menningarmálanefndar, Rósu Margrétar Húnadóttur, komu fram þakkir til Maríu fyrir óeigingjarnt starf og hennar þátt í að varðveita og setja fram sögu berklanna og mikilvægi Kristneshælis í menningarlegri sögu þjóðarinnar.