Fréttayfirlit

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar samþykkt fyrir árin 2022 og 2023-2025

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 og árin 2023 - 2025 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 26. nóvember sl. Áætlunin endurspeglar sterka stöðu og ábyrgan rekstur Eyjafjarðarsveitar. Þessi sterka staða gerir sveitarfélaginu kleift að sinna í fjárfestinga- og viðhaldsverkefnum án þess að það íþyngi sveitarfélaginu um of.
29.11.2021
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk – afleysingarstaða vegna fæðingarorlofs

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun (B.s.,B.a.,B.ed) sem að nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf • Framúrskarandi samskiptahæfileikar við börn, foreldra og samstarfsmenn • Góð íslenskukunnátta Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/ . Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 10.des 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
24.11.2021
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsmann í hlutastarf.

Um er að ræða 25% stöðu í eldhús og þrif, öðrum tilfallandi verkefnum sem og afleysingu á deildum. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Lipurðar í samskiptum • Íslenskukunnáttu • Reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. des. 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
24.11.2021
Fréttir

Umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk barna 2021 - frestur til 15. des.

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum. Styrkur árið 2021 er fjárhæð 20.000 kr. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Sótt er rafrænt um íþrótta- og tómstundastyrk á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda: 1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn. 2. Staðfestingu á greiðslu. 3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
19.11.2021
Fréttir

Umsókn um styrk til menningarmála

Menningarmálanefnd vekur athygli á því að hægt er að sækja um styrki til menningarmála hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Rafrænt eyðublað má finna á hlekknum hér í fréttinni en óskað er eftir umsóknum eigi síðar en 7.desember 2021.
17.11.2021
Fréttir

Fullveldishátíð 2021 fellur niður

Menningarmálanefnd hefur ákveðið að aflýsa fullveldishátíð 1. desember vegna samkomutakmarkana og aðstæðna í þjóðfélaginu. Við sendum sveitungum öllum góðar kveðjur í aðdraganda aðventunnar.
17.11.2021
Fréttir

Fundarboð 576. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 576. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 18. nóvember 2021 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 356 - 2111004F 1.1 2111003 - Fellshlíð - Umsókn um leyfi fyrir skógrækt 1.2 2111005 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Þórustaðavegar nr. 8479-01 af vegaskrá 1.3 1911003 - Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi 1.4 2111016 - Fífilgerði - Umsókn um lóð 1.5 2111018 - Umsókn um efnistöku 1.6 2111023 - Ósk um sameiningu jarðanna Kamb L152669 við Stóra-Hamar 1 L152778 yndir Stóra-Hamri 2.Lýðheilsunefnd - 200 - 2111005F 2.1 2110060 - Íþróttamiðstöð gjaldskrá 2022 2.2 2110062 - UMF Samherja samstarfssamningur 2.3 2110063 - Heilsueflandi samfélag 2.4 2110050 - Fjárhagsáætlun 2022 - Lýðheilsunefnd Fundargerðir til kynningar 3. Markaðsstofa Norðurlands - Stöðuskýrsla Flugklasans Air 66N - 2111004 4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 901 - 2111010 5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 902 - 2111014 6. Hættumatsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 2104002 Almenn erindi 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Loftslagsvernd í verki - 2111013 8. SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 - 2111020 9. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 - 2109021 10. Staða og horfur varðandi endurbyggingu Þverárræsis og nýbyggingu Eyjafjarðar brautar vestari - 2110040 16.11.2021 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
16.11.2021
Fréttir

Sýning á heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru

Sýning á heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru verður í Laugaborg, föstudaginn 3. desember kl. 20:00. Í heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógarnytja, skógeyðingar og skógræktar á Íslandi. Hérna kemur fyrir almenningssjónir fræðileg kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Fræðslunni er beint að áhugafólki um land og sögu, landgræðslu og skógrækt, lærðum sem leikum. Aðgangur er ókeypis en frjálst framlag er vel þegið við innganginn. Leikstjóri og höfundur Milli fjalls og fjöru er Ásdís Thoroddsen og tónlist samdi Hildigunnur Rúnarsdóttir. Gjóla ehf. framleiddi með fjárstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Loftslagssjóði, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Hagþenki – félagi fræðihöfunda og námsgagnahöfunda. Gjóla ehf. www.gjola.is gjola@gjola.is
15.11.2021
Fréttir

Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?

Nú þegar vetur gengur í garð kannar sveitarfélagið hverja vantar mögulega aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft aftur samband varðandi frekari útfærslu þjónustunnar. Sveitarstjóri.  
10.11.2021
Fréttir

Syndum, landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Munum eftir því hvað sund er frábært! Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá sínar sundvegalengdir.
09.11.2021
Fréttir