Helgihald í kirkjunum í Eyjafjarðarsveit fellur niður um jól og áramót
Helgihald í kirkjunum í Eyjafjarðarsveit fellur niður um jól og áramót vegna tilmæla sóttvarnalæknis og nýrra sóttvarnareglna. Hvet ég til varkárni, persónulegra sóttvarna og að forðast hópamyndanir.
Minni ég á jólaguðsþjónustur í útvarpi og sjónvarpi um hátíðarnar. Gleðiboðskapur jólanna heyrist á öldum ljósvakans. Þá verður send út jólaguðsþjónusta frá Glerárkirkju á jóladag, auk þess er jólaguðsþjónusta með söng kóra á Eyjafjarðarsvæðinu síðan í fyrra og annað jólaefni á eything.com, einnig birt á facebook/Kirkjan í Eyjafjarðarsveit.
Í Guðs firði
Guðmundur Guðmundsson, prestur
21.12.2021
Fréttir