Fréttayfirlit

Hrafnagilsskóli, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu fyrir nýjan leikskóla

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir nýjan leikskóla á lóð Hrafnagilsskóla skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
01.07.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Eyjafjarðarsveit

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 19. júlí til og með 30. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615. Auglýsingablaðið. Síðasta blaði fyrir sumarlokun skrifstofu verður dreift fimmtudaginn 15. júlí. Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út fimmtudaginn 5. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.
29.06.2021
Fréttir

Hjólreiðahátíð Greifans verður haldin 24. júlí til 1. ágúst 2021

Hjólreiðahátíð Greifans verður haldin 24. júlí til 1. ágúst 2021. 24. júlí -25. júlí: Enduro Akureyri. Tveggja daga viðburður í fyrsta sinn og undankeppni Enduro World Series. 27. júlí: Götuhjólreiðar - Criterium 28. júlí: Fjallahjólreiðar - Barna og unglingamót 28. júlí: Slopestyle 29. júlí: Götuhjólreiðar - RR 30. júlí: Fjallabrun/Downhill 31. júlí: Fjallahjólreiðar XCO 1. ágúst: Götuhjólreiðar - Tímataka (Miðbraut - Smámunsafn - Miðbraut), ræst kl. 10:00 - lokið ca. kl. 12:00 Helstu tengiliðir 1. ágúst: Framkvæmdastjóri Hjólreiðahátíðar, ábyrgðarmaður og öryggisfulltrúi: Árni F. Sigurðsson, 865-4195, formadur@hfa.is Mótsstjóri: Sunna Axelsdóttir, 649-5565, gjaldkeri@hfa.is Hjólreiðafélag Akureyrar; https://www.hfa.is/
29.06.2021
Fréttir

Ærslabelgur kominn í Hrafnagilshverfi

Í dag var vígður nýr ærslabelgur í Hrafnagilshverfi þar sem börn og fullorðnir geta komið saman í leik. Er þetta liður í Heilsueflandi sveitarfélagi og styður jafnt við íbúa sem og ferðalanga enda staðsett skemmtilega í návígi skóla og tjaldsvæðis.
25.06.2021
Fréttir

Kæru foreldrar

Krummakot vill minna ykkur á að sækja þarf tímalega um pláss í skólann. Plássin eru þéttsetin og því gott að fá upplýsingar um börnin sem fyrst varðandi næsta skólaár. Umsókn um dvöl á leikskólanum Krummakoti; http://krummakot.leikskolinn.is/Upplysingar/Leikskolaumsokn Kveðja frá öllum á Krummakoti.
18.06.2021
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda. Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 68 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. • Framúrskarandi samskiptahæfileikar. • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. • Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
18.06.2021
Fréttir

Ágætu sveitungar

Smámunasafnið er opið alla daga í sumar milli kl. 13:00 og 17:00. Í Smámunabúðinni er fallegt handverk eftir sveitunga, sem er tilvalið í tækifærisgjafir ásamt úrval af kortum. Alltaf er heitt á könnunni og ljúffengar sveitavöfflur á Kaffistofunni. Sámur mun líta dagsins ljós í nýju fötunum sínum um komandi helgi. Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.
15.06.2021
Fréttir

Fundarboð 568. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 568 FUNDARBOÐ 568. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 16. júní 2021 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 185 - 2105009F 1.1 2105019 - Sumaropnun Bókasafns Eyjafjarðarsveitar 2021 1.2 2102015 - Verklagsregur fyrir úthlutun styrkja 1.3 2106003 - Menningarmálanefnd - Hælið setur um sögu berklanna 2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 256 - 2106002F 2.1 2106005 - Leikskólinn Krummakot - Viðmiðun um inntöku yngstu leikskólabarnanna 2.2 2104016 - Hrafnagilsskóli - Mat á skólastarfi 2.3 2105032 - Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta við Hrafnagilsskóla 2.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 348 - 2106004F 3.1 2012011 - Öngulsstaðir 4 3.2 2106007 - G.V. Gröfur - Umsókn um framkvæmdaleyfi 3.3 2106009 - Borgarhóll 1 - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús 3.4 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019 3.5 2105033 - Hranastaðir - umsókn um byggingarreit fyrir varphús 3.6 2105034 - Leifsstaðir land (Systralundur) - landskipti 3.7 2106015 - Klauf og Litli-Hamar 2 - breytt staðföng 3.8 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði 3.9 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar 4. Framkvæmdaráð - 109 - 2106003F 4.1 2104017 - UMF Samherjar - Styrkumsókn 4.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 4.3 2106008 - UMF Samherjar - Útikörfuboltavöllur 5. Framkvæmdaráð - 110 - 2106005F 5.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 6. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerðir 8. og 9. júní 2021 - 2106016 Fundargerðir til kynningar 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 898 - 2106002 8. Minjasafnið á Akureyri - Ársreikningur 2020 - 2106012 9. Gásanefndin - Fundargerð lokaslitafundar Gásakaupstaðar - 2106013 Almenn erindi 10. SSNE - Tilnefning fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024 - 2106004 11. Samband íslenskra sveitarfélaga - Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - 2106006 14.06.2021 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
14.06.2021
Fréttir

Bændamarkaðir í sumar

Matarstígur Helga magra og Handverkshátíðin hafa tekið höndum saman fyrir sumarið 2021 og munu vera með reglulega bændamarkaði þar sem lögð verður áhersla á mat og handverk úr Eyjafjarðarsveit auk gesta aðila. Fyrsti bændamarkaður sumarsins verður laugardaginn 12. júní í Hrafnagilsskóla kl. 12-16.
09.06.2021
Fréttir

Stokkahlaðir, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 3. júní 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í landi Stokkahlaða skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til tveggja atvinnuhúsa á svæði sem auðkennt er athafnasvæði AT4 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.
08.06.2021
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar