Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi með 30 ára aldrustakmarki dagana 13.-17.júní

Fréttir

Líkt og undanfarin ár verður aldurstakmark og gæsla á tjaldsvæðinu í Hrafnagilshverfi í kringum Bíladaga á Akureyri. Dagana 13.-17.júní er tjaldsvæðið því lokað fyrir yngri en 30 ára og verður gæsla á svæðinu til þess að fylgja því eftir.

Ferðalöngum sem ekki uppfylla þessi skilyrði er bent á að leita sér annarra úrræða þessa daga.

Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi er í miðri íbúðarbyggð þar sem fjölbreyttar og góðar gönguleiðir eru í nágrenninu, leiksvæði fyrir börnin og sundlaug Eyjafjarðarsveitar. Hentar svæðið því afar vel fyrir þá sem koma til að slaka á og njóta.