Fréttayfirlit

Sveitarstjórnarfundur

362. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 6. janúar 2009 og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá hér á síðunni til hægri. Einnig er dagskráin á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins.
03.01.2009

Varðandi hross og flugelda


Minnt er á að nú nálgast tími púðurskota og flugeldasýninga með öllum þeim fyrirgangi sem slíku fylgir. Þótt margir hafi gaman af á það ekki við um hross, en mörg dæmi eru um að þau hafi fælst í hamaganginum og orðið sér að tjóni. Bæði eigendur þeirra og aðrir sem fara með flugelda þurfa að taka tillit til þessa og fara með gát.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
22.12.2008

Frá Hjálparsveitinni Dalbjörgu


Samningur milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Þann 15. desember undirrituðu Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri og Helgi Schiöth félagi í Hjálparsveitinni Dalbjörg samstarfssamning milli Slökkviliðs Akureyrar og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.
Sjá frétt á heimasíðu Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.
17.12.2008

Fjárhagsáætlun 2009

Síðari umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Í dag föstudag er til síðari umræðu fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2009.  Vaninn er að við gerð áætlana eru þær nánast fullmótaðar þegar til seinni umræðu kemur og á ég því ekki von á breytinum á tillögunni. Í ljósi þess ætla ég að fara yfir helstu áherslur og efnisatriði sem mest snerta íbúana og teljast til skerðingar á þjónustu.
12.12.2008

Félagsþjónusta og úrræði á tímum þrenginga


Nú er sá tími að við verðum öll að leggjast á eitt til að hjálpa hvert öðru.  Ég veit að fólk tregt til að bera vandræði sín á borð fyrir aðra en ef við gerum það ekki þá er erfitt að veita hjálp.  Ég vil hvetja þá sem sjá framá vandræði í fjármálum eða húsnæðismálum að láta vita í tíma.  Eyjafjarðarsveit er með samning við fjölskyldudeild Akureyrar um liðveislu og aðstoð við íbúa sveitarinnar og þjónustan er öllum opin.  Viðtalstímar eru pantaðir í síma 460 1420./GJ

Akureyrarbær hefur á heimasíðu sinni sett upp svo kallað ráðgjafatorg. Vefslóð þess er  http://www.akureyri.is/radgjafartorg
12.12.2008

Hjá Höddu - Undir Kerlingu

Jólabazar - helgina 13.og 14. desember, kl. 12.00-16.00.

image001

 

10.12.2008

Aðventukvöld í Grundarkirkju 7. desember

Aðventukvöld verður í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 7. desember n. k. kl. 21:00.

Ræðumaður kvöldins verður Brynhildur Bjarnadóttir

Nemendur frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar flytja tónlistaratriði

Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Skólakór Hrafnagilsskóla syngja.

07.12.2008

Saurbæjarkirkja 150 ára

  Ssaurbaejarkirkja2_120aurbæjarkirkja í Eyjafirði er 150 ára um þessar mundir. Haldið var upp á það sunnudaginn 30. nóvember s. l.
Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna í landinu en séra Einar Thorlacius sem uppi var á árunum 1790-1870 lét reisa hana árið 1858. Hún er friðlýst og í umsjá þjóðminjavarðar.

Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum sendi okkur nokkrar myndir sem hann tók við það tilefni.

05.12.2008

Gamli bærinn Laufási

laufasbaer_120 Undirbúningur jólanna í Gamla bænum Laufási

Jólastemning fortíðarinnar verður endurlífguð sunnudaginn 7. desember frá 13:30 – 16 í Gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.
05.12.2008

Aðventukvöld í Grundarkirkju 7. desember

Aðventukvöld verður í Grundarkirkju sunnudagskvöldið 7. desember n. k. kl. 21:00.

Nánar auglýst síðar.

05.12.2008